Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Snævar Ívarsson skrifar 21. desember 2016 00:00 Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun