Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Snævar Ívarsson skrifar 21. desember 2016 00:00 Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun