Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Snævar Ívarsson skrifar 21. desember 2016 00:00 Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun