Gleymdu þeir alveg skotinu hans Kareem Abdul-Jabbar? | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 17:00 Hið fræga skot Kareem Abdul-Jabbar. Vísir/Getty Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira