Gleymdu þeir alveg skotinu hans Kareem Abdul-Jabbar? | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 17:00 Hið fræga skot Kareem Abdul-Jabbar. Vísir/Getty Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016
NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira