Ísland hið góða Herdís Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Lífið fer í hringi. Enn og aftur er svartasta skammdegið skollið á með öllum þeim stóru og smáu verkefnum sem bíða okkar, stjórnarmyndun, hugsanlegum kennaraverkföllum, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og fleiri stórum málum sem fylgja okkur inn í veturinn, að viðbættum litlum verkefnum eins og að velja jólagjöf handa Fríðu frænku, setja vetrardekk undir bílinn og fleira. Við Íslendingar höfum það alla jafna gott, búum við tjáningarfrelsi sem skilar sér aldrei betur en núna þar sem samfélagsmiðlar, sem eru tiltölulega nýir af nálinni, hafa rutt sér til rúms. Á spítalinn að fara eða vera, flugvöllinn burt eða ekki, laga vegi og þá hvaða vegi, skattleggja meira eða minna, hvernig skal vinna með fjölgun ferðamanna og svona mætti lengi telja upp. Við lestur allra þessara nútímamiðla, hættir okkur til að draga upp frekar gráleita mynd, og sumir reyndar mjög dökka mynd af ástandinu á Íslandinu góða. En kannski er ekki allt sem sýnist. Glöggt er gests augað segja sumir, og kannski er eitthvað til í því. Heimsóknir útlendinga til Íslands hafa aldrei verið fleiri frá upphafi byggðar, og ekki koma þeir hingað að ástæðulausu. Fæðingarárið mitt 1965 voru Íslendingar um 193.000, en í dag um 330.000, sem er um 70% aukning á hálfri öld. Árið 1965 komu 28.879 ferðamenn til landsins og árið 2015 voru þeir 1.289.140 eða um 4.350 % aukning og ekkert lát á skv. spám. Skv. Alþjóðaferðamálastofnun var Evrópa vinsælasti heimshlutinn hjá ferðalöngum árið 2015, um 610 milljónir manna heimsóttu álfuna eða um 52% af heildarfjölda ferðalanga. Og hvers vegna streyma ferðalangar til Íslands spyrja margir. Ég held að margt tínist til. Gott markaðsstarf ferðaþjónustunnar, stórkostleg náttúra, samfélagsmiðlarnir sem ferðamenn nota, öruggt land að heimsækja, menning, hreint loft, græn orka, og fleira. Að þessu sögðu sjáum við kannski að þrátt fyrir öll litlu og stóru verkefnin sem bíða okkar, og grámann á samfélagsmiðlunum þá ættum við kannski að líta í eigin barm og vera þakklát fyrir það að búa í jafn gjöfulu landi sem Ísland er, landinu sem er í fyrsta sæti ár eftir ár skv. friðarvísitölunni (GPI), og horfa bjartsýn fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. 30. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið fer í hringi. Enn og aftur er svartasta skammdegið skollið á með öllum þeim stóru og smáu verkefnum sem bíða okkar, stjórnarmyndun, hugsanlegum kennaraverkföllum, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og fleiri stórum málum sem fylgja okkur inn í veturinn, að viðbættum litlum verkefnum eins og að velja jólagjöf handa Fríðu frænku, setja vetrardekk undir bílinn og fleira. Við Íslendingar höfum það alla jafna gott, búum við tjáningarfrelsi sem skilar sér aldrei betur en núna þar sem samfélagsmiðlar, sem eru tiltölulega nýir af nálinni, hafa rutt sér til rúms. Á spítalinn að fara eða vera, flugvöllinn burt eða ekki, laga vegi og þá hvaða vegi, skattleggja meira eða minna, hvernig skal vinna með fjölgun ferðamanna og svona mætti lengi telja upp. Við lestur allra þessara nútímamiðla, hættir okkur til að draga upp frekar gráleita mynd, og sumir reyndar mjög dökka mynd af ástandinu á Íslandinu góða. En kannski er ekki allt sem sýnist. Glöggt er gests augað segja sumir, og kannski er eitthvað til í því. Heimsóknir útlendinga til Íslands hafa aldrei verið fleiri frá upphafi byggðar, og ekki koma þeir hingað að ástæðulausu. Fæðingarárið mitt 1965 voru Íslendingar um 193.000, en í dag um 330.000, sem er um 70% aukning á hálfri öld. Árið 1965 komu 28.879 ferðamenn til landsins og árið 2015 voru þeir 1.289.140 eða um 4.350 % aukning og ekkert lát á skv. spám. Skv. Alþjóðaferðamálastofnun var Evrópa vinsælasti heimshlutinn hjá ferðalöngum árið 2015, um 610 milljónir manna heimsóttu álfuna eða um 52% af heildarfjölda ferðalanga. Og hvers vegna streyma ferðalangar til Íslands spyrja margir. Ég held að margt tínist til. Gott markaðsstarf ferðaþjónustunnar, stórkostleg náttúra, samfélagsmiðlarnir sem ferðamenn nota, öruggt land að heimsækja, menning, hreint loft, græn orka, og fleira. Að þessu sögðu sjáum við kannski að þrátt fyrir öll litlu og stóru verkefnin sem bíða okkar, og grámann á samfélagsmiðlunum þá ættum við kannski að líta í eigin barm og vera þakklát fyrir það að búa í jafn gjöfulu landi sem Ísland er, landinu sem er í fyrsta sæti ár eftir ár skv. friðarvísitölunni (GPI), og horfa bjartsýn fram á veginn.
Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. 30. nóvember 2016 09:00
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar