Ísland hið góða Herdís Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Lífið fer í hringi. Enn og aftur er svartasta skammdegið skollið á með öllum þeim stóru og smáu verkefnum sem bíða okkar, stjórnarmyndun, hugsanlegum kennaraverkföllum, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og fleiri stórum málum sem fylgja okkur inn í veturinn, að viðbættum litlum verkefnum eins og að velja jólagjöf handa Fríðu frænku, setja vetrardekk undir bílinn og fleira. Við Íslendingar höfum það alla jafna gott, búum við tjáningarfrelsi sem skilar sér aldrei betur en núna þar sem samfélagsmiðlar, sem eru tiltölulega nýir af nálinni, hafa rutt sér til rúms. Á spítalinn að fara eða vera, flugvöllinn burt eða ekki, laga vegi og þá hvaða vegi, skattleggja meira eða minna, hvernig skal vinna með fjölgun ferðamanna og svona mætti lengi telja upp. Við lestur allra þessara nútímamiðla, hættir okkur til að draga upp frekar gráleita mynd, og sumir reyndar mjög dökka mynd af ástandinu á Íslandinu góða. En kannski er ekki allt sem sýnist. Glöggt er gests augað segja sumir, og kannski er eitthvað til í því. Heimsóknir útlendinga til Íslands hafa aldrei verið fleiri frá upphafi byggðar, og ekki koma þeir hingað að ástæðulausu. Fæðingarárið mitt 1965 voru Íslendingar um 193.000, en í dag um 330.000, sem er um 70% aukning á hálfri öld. Árið 1965 komu 28.879 ferðamenn til landsins og árið 2015 voru þeir 1.289.140 eða um 4.350 % aukning og ekkert lát á skv. spám. Skv. Alþjóðaferðamálastofnun var Evrópa vinsælasti heimshlutinn hjá ferðalöngum árið 2015, um 610 milljónir manna heimsóttu álfuna eða um 52% af heildarfjölda ferðalanga. Og hvers vegna streyma ferðalangar til Íslands spyrja margir. Ég held að margt tínist til. Gott markaðsstarf ferðaþjónustunnar, stórkostleg náttúra, samfélagsmiðlarnir sem ferðamenn nota, öruggt land að heimsækja, menning, hreint loft, græn orka, og fleira. Að þessu sögðu sjáum við kannski að þrátt fyrir öll litlu og stóru verkefnin sem bíða okkar, og grámann á samfélagsmiðlunum þá ættum við kannski að líta í eigin barm og vera þakklát fyrir það að búa í jafn gjöfulu landi sem Ísland er, landinu sem er í fyrsta sæti ár eftir ár skv. friðarvísitölunni (GPI), og horfa bjartsýn fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. 30. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Lífið fer í hringi. Enn og aftur er svartasta skammdegið skollið á með öllum þeim stóru og smáu verkefnum sem bíða okkar, stjórnarmyndun, hugsanlegum kennaraverkföllum, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og fleiri stórum málum sem fylgja okkur inn í veturinn, að viðbættum litlum verkefnum eins og að velja jólagjöf handa Fríðu frænku, setja vetrardekk undir bílinn og fleira. Við Íslendingar höfum það alla jafna gott, búum við tjáningarfrelsi sem skilar sér aldrei betur en núna þar sem samfélagsmiðlar, sem eru tiltölulega nýir af nálinni, hafa rutt sér til rúms. Á spítalinn að fara eða vera, flugvöllinn burt eða ekki, laga vegi og þá hvaða vegi, skattleggja meira eða minna, hvernig skal vinna með fjölgun ferðamanna og svona mætti lengi telja upp. Við lestur allra þessara nútímamiðla, hættir okkur til að draga upp frekar gráleita mynd, og sumir reyndar mjög dökka mynd af ástandinu á Íslandinu góða. En kannski er ekki allt sem sýnist. Glöggt er gests augað segja sumir, og kannski er eitthvað til í því. Heimsóknir útlendinga til Íslands hafa aldrei verið fleiri frá upphafi byggðar, og ekki koma þeir hingað að ástæðulausu. Fæðingarárið mitt 1965 voru Íslendingar um 193.000, en í dag um 330.000, sem er um 70% aukning á hálfri öld. Árið 1965 komu 28.879 ferðamenn til landsins og árið 2015 voru þeir 1.289.140 eða um 4.350 % aukning og ekkert lát á skv. spám. Skv. Alþjóðaferðamálastofnun var Evrópa vinsælasti heimshlutinn hjá ferðalöngum árið 2015, um 610 milljónir manna heimsóttu álfuna eða um 52% af heildarfjölda ferðalanga. Og hvers vegna streyma ferðalangar til Íslands spyrja margir. Ég held að margt tínist til. Gott markaðsstarf ferðaþjónustunnar, stórkostleg náttúra, samfélagsmiðlarnir sem ferðamenn nota, öruggt land að heimsækja, menning, hreint loft, græn orka, og fleira. Að þessu sögðu sjáum við kannski að þrátt fyrir öll litlu og stóru verkefnin sem bíða okkar, og grámann á samfélagsmiðlunum þá ættum við kannski að líta í eigin barm og vera þakklát fyrir það að búa í jafn gjöfulu landi sem Ísland er, landinu sem er í fyrsta sæti ár eftir ár skv. friðarvísitölunni (GPI), og horfa bjartsýn fram á veginn.
Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. 30. nóvember 2016 09:00
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar