Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi Anna Bentína Hermansen skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Þann 25. nóvember sl. hófst 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi þar sem sjónum er beint sérstaklega að ofbeldi gegn konum. Það er döpur staðreynd að konur verði fyrir ofbeldi vegna kyns síns og alvarlegasta birtingarmynd þess er kynferðislegt ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Erlend tölfræði sýnir að kynferðislegt ofbeldi er algengt og að konur eru mun oftar þolendur þess en karlmenn. Þannig sýna bandarískar rannsóknir að um 18% kvenna verða fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á lífsleiðinni á móti 3% karla. Einnig er talað um að 6. hver drengur verði fyrir kynferðisofbeldi og 3. hver stúlka. Rannsóknir sýna líka að oftast verður brotaþoli fyrir kynferðisofbeldinu á heimili sínu af hendi einhvers sem hann þekkir. Af þeim sem leituðu til Stígamóta 2015 voru aðeins 17,1 % ofbeldismannanna ókunnugir.Styttum svartnættið Stígamót hafa safnað tölfræðilegum upplýsingum í 26 ár til að lýsa þeim hliðum íslensks samfélags sem birtast í starfsemi þeirra. Á þeim 26 árum sem liðin eru frá stofnun Stígamóta hafa um 7.600 einstaklingar leitað til samtakanna vegna kynferðisofbeldis, mikill meirihluti þess eru konur. Gerendur ofbeldis eru yfir 10 þúsund, mestmegnis karlar. Við teljum að hér birtist aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir brotaþolar leita sér aldrei aðstoðar. Mikilvægt er að horfast í augu við að þrátt fyrir að karlar verði líka fyrir ofbeldi og að gerendur geta líka verið konur, þá er kynferðisofbeldi kynbundið. Kynblinda í umræðunni er varasöm og gerir lítið úr þessum veruleika. Við vitum að skuggatölur um tíðni ofbeldis eru miklar en það á við um bæði kynin þegar kynferðisofbeldi er annars vegar. Markmið okkar ætti að stytta svartnætti brotaþola kynferðisofbeldis af hvaða kyni sem er og leita allra leiða til þess, án þess að missa sjónar á kynjabreytunni sem einkennir þessi mál. Stígamót stóðu fyrir herferð gegn kynferðisofbeldi dagana 8.-18. nóvember. Herferðin bar yfirskriftina Styttum svartnættið sem vísar til þess að stytta þann tíma sem líður frá ofbeldinu þar til brotaþoli leitar sér hjálpar. Í herferðinni steig fjöldi Stígamótafólks fram og sagði frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Stígamótafólkið í herferðinni sýndi tölur frá 2-42 en hver tala stóð fyrir þann árafjölda sem leið frá því að ofbeldið átti sér stað þar til þau fengu hjálp. Meginástæða þess að fólk á erfitt með að leita hjálpar er skömm. Þau óttuðust viðbrögð samfélagsins eða að þeim yrði ekki trúað. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Flestir brotaþolar lýsa hins vegar mikilli togstreitu frá umhverfinu þegar þeir stíga fram með reynslu sína. Oft er þeim mætt með þögn eða jafnvel vantrú. Sextán daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er liður í að hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu jafnframt því að vera leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið. Herferðin Styttum svartnættið sem Stígamót stóð fyrir var af sama toga. Kynferðisofbeldi er samfélagsvandamál sem varðar alla. Það er ekki einkamál þeirra sem verða fyrir því. Það er okkar ábyrgð sem samfélags að skapa vettvang fyrir ábyrga og opna umræðu og stytta svartnætti þeirra fjölmörgu brotaþola sem hafa enn ekki leitað sér hjálpar. Draumamarkmið Stígamóta er að geta lokað starfseminni, að okkar verði ekki þörf og að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur til. Þangað til þurfum við öll sem eitt að gera allt til að uppræta það samfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Þann 25. nóvember sl. hófst 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi þar sem sjónum er beint sérstaklega að ofbeldi gegn konum. Það er döpur staðreynd að konur verði fyrir ofbeldi vegna kyns síns og alvarlegasta birtingarmynd þess er kynferðislegt ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Erlend tölfræði sýnir að kynferðislegt ofbeldi er algengt og að konur eru mun oftar þolendur þess en karlmenn. Þannig sýna bandarískar rannsóknir að um 18% kvenna verða fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á lífsleiðinni á móti 3% karla. Einnig er talað um að 6. hver drengur verði fyrir kynferðisofbeldi og 3. hver stúlka. Rannsóknir sýna líka að oftast verður brotaþoli fyrir kynferðisofbeldinu á heimili sínu af hendi einhvers sem hann þekkir. Af þeim sem leituðu til Stígamóta 2015 voru aðeins 17,1 % ofbeldismannanna ókunnugir.Styttum svartnættið Stígamót hafa safnað tölfræðilegum upplýsingum í 26 ár til að lýsa þeim hliðum íslensks samfélags sem birtast í starfsemi þeirra. Á þeim 26 árum sem liðin eru frá stofnun Stígamóta hafa um 7.600 einstaklingar leitað til samtakanna vegna kynferðisofbeldis, mikill meirihluti þess eru konur. Gerendur ofbeldis eru yfir 10 þúsund, mestmegnis karlar. Við teljum að hér birtist aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir brotaþolar leita sér aldrei aðstoðar. Mikilvægt er að horfast í augu við að þrátt fyrir að karlar verði líka fyrir ofbeldi og að gerendur geta líka verið konur, þá er kynferðisofbeldi kynbundið. Kynblinda í umræðunni er varasöm og gerir lítið úr þessum veruleika. Við vitum að skuggatölur um tíðni ofbeldis eru miklar en það á við um bæði kynin þegar kynferðisofbeldi er annars vegar. Markmið okkar ætti að stytta svartnætti brotaþola kynferðisofbeldis af hvaða kyni sem er og leita allra leiða til þess, án þess að missa sjónar á kynjabreytunni sem einkennir þessi mál. Stígamót stóðu fyrir herferð gegn kynferðisofbeldi dagana 8.-18. nóvember. Herferðin bar yfirskriftina Styttum svartnættið sem vísar til þess að stytta þann tíma sem líður frá ofbeldinu þar til brotaþoli leitar sér hjálpar. Í herferðinni steig fjöldi Stígamótafólks fram og sagði frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Stígamótafólkið í herferðinni sýndi tölur frá 2-42 en hver tala stóð fyrir þann árafjölda sem leið frá því að ofbeldið átti sér stað þar til þau fengu hjálp. Meginástæða þess að fólk á erfitt með að leita hjálpar er skömm. Þau óttuðust viðbrögð samfélagsins eða að þeim yrði ekki trúað. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Flestir brotaþolar lýsa hins vegar mikilli togstreitu frá umhverfinu þegar þeir stíga fram með reynslu sína. Oft er þeim mætt með þögn eða jafnvel vantrú. Sextán daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er liður í að hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu jafnframt því að vera leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið. Herferðin Styttum svartnættið sem Stígamót stóð fyrir var af sama toga. Kynferðisofbeldi er samfélagsvandamál sem varðar alla. Það er ekki einkamál þeirra sem verða fyrir því. Það er okkar ábyrgð sem samfélags að skapa vettvang fyrir ábyrga og opna umræðu og stytta svartnætti þeirra fjölmörgu brotaþola sem hafa enn ekki leitað sér hjálpar. Draumamarkmið Stígamóta er að geta lokað starfseminni, að okkar verði ekki þörf og að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur til. Þangað til þurfum við öll sem eitt að gera allt til að uppræta það samfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar