Óli úr GameTíví skoraði á Gunnar Nelson í bardaga á dögunum. Í stað þess að berjast í alvörunni tóku þeir þá ákvörðun að slást í UFC 2. Gunnar telur sigurlíkur Óla vera betri í leiknum en þær væru í alvörunni.
Þó segist Gunnar aldrei hafa spilað leikinn áður, þannig að hann virðist ekki hafa mikla trú á getu Óla í átthyrningnum.
Bardaga þeirra Gunnars og Óla má sjá hér að neðan. Höggin fljúga og Gunnar hefur sjaldan sýnt aðra eins takta í gólfinu.