Heilbrigðisþjónusta – óháð efnahag Magnús Orri Schram skrifar 23. mars 2016 07:00 Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar