Jaguar endursmíðar níu XKSS af árgerð 1957 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 16:28 Jaguar XKSS árgerð 1957. Jaguar XKSS var enginn venjulegur bíll á sínum tíma og keppt var á slíkum bílum í Le Mans þolakstrinum á þeim tíma sem þeir voru smíðaðir, eða árið 1957. Í kjölfar góðs árangurs þessa bíls í keppnum ákvað Jaguar á sínum tíma að smíða 25 stykki af þessum bíl sem voru götuhæfir og meiningin var að selja efnuðu fólki bílana. Ekki fór þó betur en svo að einir níu slíkir bílar brunnu í verksmiðjum Jaguar. Nú, næstum 60 árum síðar, hefur Jaguar ákveðið að endursmíða þessa bíla og til stendur einmitt að hafa þá níu talsins og skulu þeir seldir á 1 milljón punda hver, eða á um 178 milljónir króna. Þetta gerði Jaguar einnig með sex bíla af gerðinni E-Type Lightwight sem höfðu allir glatast í tímans rás og voru þeir einnig seldir almenningi á háu verði. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent
Jaguar XKSS var enginn venjulegur bíll á sínum tíma og keppt var á slíkum bílum í Le Mans þolakstrinum á þeim tíma sem þeir voru smíðaðir, eða árið 1957. Í kjölfar góðs árangurs þessa bíls í keppnum ákvað Jaguar á sínum tíma að smíða 25 stykki af þessum bíl sem voru götuhæfir og meiningin var að selja efnuðu fólki bílana. Ekki fór þó betur en svo að einir níu slíkir bílar brunnu í verksmiðjum Jaguar. Nú, næstum 60 árum síðar, hefur Jaguar ákveðið að endursmíða þessa bíla og til stendur einmitt að hafa þá níu talsins og skulu þeir seldir á 1 milljón punda hver, eða á um 178 milljónir króna. Þetta gerði Jaguar einnig með sex bíla af gerðinni E-Type Lightwight sem höfðu allir glatast í tímans rás og voru þeir einnig seldir almenningi á háu verði.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent