Dekkri framtíð í boði Bjartrar framtíðar! Gunnar Ólafsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Í þinglok fyrir jól samþykkti Alþingi ný lög um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það vakti athygli mína að þingmenn Bjartrar framtíðar samþykktu breytingarnar á lögum um LSR því öll stéttarfélög opinberra starfsmanna voru mótfallin frumvarpinu. Björt framtíð lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust á að standa með almenningi og draga úr fúski. Því miður féllu þau á prófinu í þessu máli. Lögin munu skerða lífeyrisréttindi allra opinberra starfsmanna sem eru yngri en 60 ára þar sem sk. bakábyrgð ríkisins, sem samið var um í tengslum við stofnun A-deildar LSR, er afnumin. Tilgangur laganna er að jafna launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Frá því að ég man eftir mér hafa betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið notuð til að réttlæta lakari laun hjá hinu opinbera. Sú lausn sem var samþykkt snýst um að í framtíðinni munu laun þeirra sem missa þessi réttindi verða bætt þannig að framtíðarlífeyrir þeirra skerðist ekki. Það er ekkert fast í hendi að slík hækkun á launum sé fram undan og sporin hræða. Fyrir um 30 árum sömdu lögreglumenn um að falla frá verkfallsrétti sínum gegn því að þeir myndu njóta betri kjara. Lögreglumenn eru enn að bíða eftir efndum ríkisins á þeim samningi.Engin trygging Að auki er engin trygging fyrir því að ávöxtun LSR verði með besta móti til að viðhalda réttindum sjóðsfélaga. Þvert á móti má benda á að LSR tapaði yfir 100 milljörðum í bankahruninu og samt eru sömu stjórnendur enn í sjóðnum og voru fyrir bankahrun. Í umsögnum launþegasamtaka og annarra virtra aðila við frumvarpið komu fram athugasemdir um að frumvarpið brjóti ekki bara í bága við launasamninga heldur einnig við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem hætta er á að að áunnin réttindi glatist ef ávöxtun framtíðar eða einhverjar aðrar forsendur fyrir óbreyttum lífeyri bregðist. Nú þegar hefur stjórn Kennarasambands Íslands ákveðið að stefna ríkinu vegna þessa. Ljóst er að ef gera á breytingar á lífeyriskerfi sem hefur áhrif á fjárhæðir lífeyris þegar fólk hefur töku lífeyris, þarf að gera þá breytingu í sátt og samlyndi við viðeigandi stéttarfélög. Nær allir starfsmenn hins opinbera sem eru yngri en 60 ára koma til með að búa við óvissari lífeyrisréttindi og kjör eftir þessa jólagjöf þingmanna, m.a. frá Bjartri framtíð. Það er umhugsunarvert að flokkur sem boðar bjartari tíma með blóm í haga hefur valdið áhyggjum og óvissu hjá þúsundum launþega. Framtíð þeirra er ekki björt heldur dekkri en þyrfti að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í þinglok fyrir jól samþykkti Alþingi ný lög um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það vakti athygli mína að þingmenn Bjartrar framtíðar samþykktu breytingarnar á lögum um LSR því öll stéttarfélög opinberra starfsmanna voru mótfallin frumvarpinu. Björt framtíð lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust á að standa með almenningi og draga úr fúski. Því miður féllu þau á prófinu í þessu máli. Lögin munu skerða lífeyrisréttindi allra opinberra starfsmanna sem eru yngri en 60 ára þar sem sk. bakábyrgð ríkisins, sem samið var um í tengslum við stofnun A-deildar LSR, er afnumin. Tilgangur laganna er að jafna launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Frá því að ég man eftir mér hafa betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið notuð til að réttlæta lakari laun hjá hinu opinbera. Sú lausn sem var samþykkt snýst um að í framtíðinni munu laun þeirra sem missa þessi réttindi verða bætt þannig að framtíðarlífeyrir þeirra skerðist ekki. Það er ekkert fast í hendi að slík hækkun á launum sé fram undan og sporin hræða. Fyrir um 30 árum sömdu lögreglumenn um að falla frá verkfallsrétti sínum gegn því að þeir myndu njóta betri kjara. Lögreglumenn eru enn að bíða eftir efndum ríkisins á þeim samningi.Engin trygging Að auki er engin trygging fyrir því að ávöxtun LSR verði með besta móti til að viðhalda réttindum sjóðsfélaga. Þvert á móti má benda á að LSR tapaði yfir 100 milljörðum í bankahruninu og samt eru sömu stjórnendur enn í sjóðnum og voru fyrir bankahrun. Í umsögnum launþegasamtaka og annarra virtra aðila við frumvarpið komu fram athugasemdir um að frumvarpið brjóti ekki bara í bága við launasamninga heldur einnig við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem hætta er á að að áunnin réttindi glatist ef ávöxtun framtíðar eða einhverjar aðrar forsendur fyrir óbreyttum lífeyri bregðist. Nú þegar hefur stjórn Kennarasambands Íslands ákveðið að stefna ríkinu vegna þessa. Ljóst er að ef gera á breytingar á lífeyriskerfi sem hefur áhrif á fjárhæðir lífeyris þegar fólk hefur töku lífeyris, þarf að gera þá breytingu í sátt og samlyndi við viðeigandi stéttarfélög. Nær allir starfsmenn hins opinbera sem eru yngri en 60 ára koma til með að búa við óvissari lífeyrisréttindi og kjör eftir þessa jólagjöf þingmanna, m.a. frá Bjartri framtíð. Það er umhugsunarvert að flokkur sem boðar bjartari tíma með blóm í haga hefur valdið áhyggjum og óvissu hjá þúsundum launþega. Framtíð þeirra er ekki björt heldur dekkri en þyrfti að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar