Dekkri framtíð í boði Bjartrar framtíðar! Gunnar Ólafsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Í þinglok fyrir jól samþykkti Alþingi ný lög um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það vakti athygli mína að þingmenn Bjartrar framtíðar samþykktu breytingarnar á lögum um LSR því öll stéttarfélög opinberra starfsmanna voru mótfallin frumvarpinu. Björt framtíð lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust á að standa með almenningi og draga úr fúski. Því miður féllu þau á prófinu í þessu máli. Lögin munu skerða lífeyrisréttindi allra opinberra starfsmanna sem eru yngri en 60 ára þar sem sk. bakábyrgð ríkisins, sem samið var um í tengslum við stofnun A-deildar LSR, er afnumin. Tilgangur laganna er að jafna launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Frá því að ég man eftir mér hafa betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið notuð til að réttlæta lakari laun hjá hinu opinbera. Sú lausn sem var samþykkt snýst um að í framtíðinni munu laun þeirra sem missa þessi réttindi verða bætt þannig að framtíðarlífeyrir þeirra skerðist ekki. Það er ekkert fast í hendi að slík hækkun á launum sé fram undan og sporin hræða. Fyrir um 30 árum sömdu lögreglumenn um að falla frá verkfallsrétti sínum gegn því að þeir myndu njóta betri kjara. Lögreglumenn eru enn að bíða eftir efndum ríkisins á þeim samningi.Engin trygging Að auki er engin trygging fyrir því að ávöxtun LSR verði með besta móti til að viðhalda réttindum sjóðsfélaga. Þvert á móti má benda á að LSR tapaði yfir 100 milljörðum í bankahruninu og samt eru sömu stjórnendur enn í sjóðnum og voru fyrir bankahrun. Í umsögnum launþegasamtaka og annarra virtra aðila við frumvarpið komu fram athugasemdir um að frumvarpið brjóti ekki bara í bága við launasamninga heldur einnig við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem hætta er á að að áunnin réttindi glatist ef ávöxtun framtíðar eða einhverjar aðrar forsendur fyrir óbreyttum lífeyri bregðist. Nú þegar hefur stjórn Kennarasambands Íslands ákveðið að stefna ríkinu vegna þessa. Ljóst er að ef gera á breytingar á lífeyriskerfi sem hefur áhrif á fjárhæðir lífeyris þegar fólk hefur töku lífeyris, þarf að gera þá breytingu í sátt og samlyndi við viðeigandi stéttarfélög. Nær allir starfsmenn hins opinbera sem eru yngri en 60 ára koma til með að búa við óvissari lífeyrisréttindi og kjör eftir þessa jólagjöf þingmanna, m.a. frá Bjartri framtíð. Það er umhugsunarvert að flokkur sem boðar bjartari tíma með blóm í haga hefur valdið áhyggjum og óvissu hjá þúsundum launþega. Framtíð þeirra er ekki björt heldur dekkri en þyrfti að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Í þinglok fyrir jól samþykkti Alþingi ný lög um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það vakti athygli mína að þingmenn Bjartrar framtíðar samþykktu breytingarnar á lögum um LSR því öll stéttarfélög opinberra starfsmanna voru mótfallin frumvarpinu. Björt framtíð lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust á að standa með almenningi og draga úr fúski. Því miður féllu þau á prófinu í þessu máli. Lögin munu skerða lífeyrisréttindi allra opinberra starfsmanna sem eru yngri en 60 ára þar sem sk. bakábyrgð ríkisins, sem samið var um í tengslum við stofnun A-deildar LSR, er afnumin. Tilgangur laganna er að jafna launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Frá því að ég man eftir mér hafa betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið notuð til að réttlæta lakari laun hjá hinu opinbera. Sú lausn sem var samþykkt snýst um að í framtíðinni munu laun þeirra sem missa þessi réttindi verða bætt þannig að framtíðarlífeyrir þeirra skerðist ekki. Það er ekkert fast í hendi að slík hækkun á launum sé fram undan og sporin hræða. Fyrir um 30 árum sömdu lögreglumenn um að falla frá verkfallsrétti sínum gegn því að þeir myndu njóta betri kjara. Lögreglumenn eru enn að bíða eftir efndum ríkisins á þeim samningi.Engin trygging Að auki er engin trygging fyrir því að ávöxtun LSR verði með besta móti til að viðhalda réttindum sjóðsfélaga. Þvert á móti má benda á að LSR tapaði yfir 100 milljörðum í bankahruninu og samt eru sömu stjórnendur enn í sjóðnum og voru fyrir bankahrun. Í umsögnum launþegasamtaka og annarra virtra aðila við frumvarpið komu fram athugasemdir um að frumvarpið brjóti ekki bara í bága við launasamninga heldur einnig við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem hætta er á að að áunnin réttindi glatist ef ávöxtun framtíðar eða einhverjar aðrar forsendur fyrir óbreyttum lífeyri bregðist. Nú þegar hefur stjórn Kennarasambands Íslands ákveðið að stefna ríkinu vegna þessa. Ljóst er að ef gera á breytingar á lífeyriskerfi sem hefur áhrif á fjárhæðir lífeyris þegar fólk hefur töku lífeyris, þarf að gera þá breytingu í sátt og samlyndi við viðeigandi stéttarfélög. Nær allir starfsmenn hins opinbera sem eru yngri en 60 ára koma til með að búa við óvissari lífeyrisréttindi og kjör eftir þessa jólagjöf þingmanna, m.a. frá Bjartri framtíð. Það er umhugsunarvert að flokkur sem boðar bjartari tíma með blóm í haga hefur valdið áhyggjum og óvissu hjá þúsundum launþega. Framtíð þeirra er ekki björt heldur dekkri en þyrfti að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar