Brimborg fagnar 3.000 bílum Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 10:05 Afar vel hefur gengið í sölu Mazda bíla á árinu. Hér sést Mazda CX-5. Brimborg lýkur metári með Hátíðarkaffi í húsakynnum sínum að Bíldshöfða í dag og á morgun á milli klukkan 12-17. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að njóta dýrindis kaffibolla frá Kaffitári og ljúfu góðgæti með. Árið 2016 hefur verið einkar farsælt í rekstri fyrirtækisins. Velta félagsins fer í fyrsta skipti yfir 18 milljarða, metafkoma verður af rekstrinum og á árinu munu 3.000 bifreiðar verða nýskráðar af tegundunum Volvo, Ford, Mazda, Peugeot og Citroën sem er 38% vöxtur frá fyrra ári. Á heildarmarkaði kemur ríflega sjötti hver bíll frá Brimborg og á markaði án bílaleigubíla er hlutdeild Brimborgar 17,1%. Mjög góður gangur hefur einnig verið í sölu vörubíla, vinnuvéla, bátavéla og rúta frá Volvo ásamt því að met verður sett í útleigu bíla hjá Thrifty, Dollar og Saga, bílaleigum Brimborgar.Veglegur styrkur til björgunarsveitaBrimborg hefur í gegnum árin átt farsælt samstarf við björgunarsveitir og til að mynda hefur Brimborg árlega styrkt Hálendisvakt þeirra fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn. Vegna góðs gengis á árinu hefur Brimborg ákveðið að styrkja björgunarsveitir Hjálparsveitar skáta í Reykjavík um 5.000.000 króna með flugeldakaupum. Skátar hafa selt flugelda til fjáröflunar frá árinu 1967 og sjá meðal annars um skipulag og framkvæmd stórfenglegrar flugeldasýningar á Menningarnótt sem öllum landsmönnum er kunnug. „Styrkir frá fyrirtækjum eins og Brimborg eru afar mikilvægir okkar starfsemi til viðbótar við aðra fjáröflun björgunarsveitarinnar. Þessir fjármunir munu án efa nýtast afar vel í okkar mikilvægu starfsemi og varið í þágu landsmanna allra“, segir Brynjar Jóhannesson hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. „Aukinn ferðamannastraumur og aukinn fjöldi bíla í umferðinni á Íslandi kallar á enn meiri aðkomu björgunarsveitarmanna og álag á þá. Við teljum það vera samfélagslega ábyrð okkar að standa þétt við bakið á björgunarsveitunum enda afar mikilvægt að öryggi fólks í umferðinni sé ekki eingöngu tryggt með miklum og góðum öryggisbúnaði bifreiða heldur líka frábærum viðbrögðum og fyrirbyggjandi aðgerðum á landinu öllu“, segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Eins og áður segir þá verður Hátíðarkaffið dagana 29. og 30. desember frá klukkan 12-17 að Bíldshöfða 6 (Ford og Volvo) og 8 (Mazda, Citroën og Peugeot) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent
Brimborg lýkur metári með Hátíðarkaffi í húsakynnum sínum að Bíldshöfða í dag og á morgun á milli klukkan 12-17. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að njóta dýrindis kaffibolla frá Kaffitári og ljúfu góðgæti með. Árið 2016 hefur verið einkar farsælt í rekstri fyrirtækisins. Velta félagsins fer í fyrsta skipti yfir 18 milljarða, metafkoma verður af rekstrinum og á árinu munu 3.000 bifreiðar verða nýskráðar af tegundunum Volvo, Ford, Mazda, Peugeot og Citroën sem er 38% vöxtur frá fyrra ári. Á heildarmarkaði kemur ríflega sjötti hver bíll frá Brimborg og á markaði án bílaleigubíla er hlutdeild Brimborgar 17,1%. Mjög góður gangur hefur einnig verið í sölu vörubíla, vinnuvéla, bátavéla og rúta frá Volvo ásamt því að met verður sett í útleigu bíla hjá Thrifty, Dollar og Saga, bílaleigum Brimborgar.Veglegur styrkur til björgunarsveitaBrimborg hefur í gegnum árin átt farsælt samstarf við björgunarsveitir og til að mynda hefur Brimborg árlega styrkt Hálendisvakt þeirra fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn. Vegna góðs gengis á árinu hefur Brimborg ákveðið að styrkja björgunarsveitir Hjálparsveitar skáta í Reykjavík um 5.000.000 króna með flugeldakaupum. Skátar hafa selt flugelda til fjáröflunar frá árinu 1967 og sjá meðal annars um skipulag og framkvæmd stórfenglegrar flugeldasýningar á Menningarnótt sem öllum landsmönnum er kunnug. „Styrkir frá fyrirtækjum eins og Brimborg eru afar mikilvægir okkar starfsemi til viðbótar við aðra fjáröflun björgunarsveitarinnar. Þessir fjármunir munu án efa nýtast afar vel í okkar mikilvægu starfsemi og varið í þágu landsmanna allra“, segir Brynjar Jóhannesson hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. „Aukinn ferðamannastraumur og aukinn fjöldi bíla í umferðinni á Íslandi kallar á enn meiri aðkomu björgunarsveitarmanna og álag á þá. Við teljum það vera samfélagslega ábyrð okkar að standa þétt við bakið á björgunarsveitunum enda afar mikilvægt að öryggi fólks í umferðinni sé ekki eingöngu tryggt með miklum og góðum öryggisbúnaði bifreiða heldur líka frábærum viðbrögðum og fyrirbyggjandi aðgerðum á landinu öllu“, segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Eins og áður segir þá verður Hátíðarkaffið dagana 29. og 30. desember frá klukkan 12-17 að Bíldshöfða 6 (Ford og Volvo) og 8 (Mazda, Citroën og Peugeot)
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent