Frestunarárátta eða lausnir? Teitur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 09:51 Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það dylst engum sem fylgist með fréttum frá degi til dags að það eru mörg vandamálin í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Síðasta ár hefur verið hlaðið fregnum af þeim, vinnudeilur, kjör, aðstaða og aðbúnaður hafa verið býsna oft í umræðunni og oftar en ekki verið að fjalla um flaggskipið Landspítala. Öryggi sjúklinga þar og möguleika spítalans á að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hefur verið tíðrætt. Ég man ekki hversu oft við erum alveg að fara fram af hinni margumtöluðu bjargbrún, en einhvern veginn komumst við ætíð hjá því með undraverðum hætti. Þá má ekki gleyma þeim umkvörtunum sem koma frá öðrum stofnunum sem glíma við fjárskort og skort á mannafla líkt og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og vanda hennar að rækja sitt hlutverk. Nú hafa bæst við háværar raddir um vanda eldri borgara með heimaþjónustu, dvalar- og hjúkrunarrými og mikinn rekstrarvanda þessara heimila sem og þjónustu við þennan hóp samfélagsins sem skapaði það sem við í dag þekkjum sem Ísland. Uppnám er sem stendur varðandi nýliðun sérfræðinga á samningi við Sjúkratryggingar sem var lokað um áramótin og ekki sér fyrir endann á og þá bíða heimilislæknar eftir útspili um uppbyggingu í heilsugæslu og möguleikum á fjölbreyttari rekstrarformum. Biðlistar eru að lengjast og óljóst er hvernig verður brugðist við rétti sjúklinga til að sækja sér þjónustu annars staðar þar sem hún er veitt. Ofan á allt þetta er kerfið í heild sinni háð því að góðgerðarfélög, fyrirtæki og aðrir viðlíka aðilar gefi tæki, tól og fjármuni svo hjólin haldi áfram að snúast. Það getur ekki verið eðlilegt, né líklegt til að halda áfram í óbreyttri mynd. Ég er eflaust að gleyma einhverju en nóg er nú samt, það skortir einhverja framtíðarsýn á það hvernig á að leysa málin og er ráðherra ekki í öfundsverðri stöðu með alla þá sem krefjast meiri fjármuna og þjóðar sem að sjálfsögðu krefst þess að hún fái þá þjónustu sem hún telur sig eiga skilið.Forgangsröðun og framtíðarsýn Það eru aldrei til peningar, sama hvernig árar, í það minnsta ekki nógir peningar til að gera það sem allir ætlast til. Forgangsröðun er fallegt orð sem er mikið notað, en oftsinnis er það býsna óljóst hvernig sú röðun fer fram og hver raðar. Hagur ríkisins fer batnandi sem er vel og vonandi náum við að snúa ofan af þessu með tímanum, en það gerist ekki nógu hratt. Við verðum líka að hafa kjark og taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa þá hnúta sem festast meir og meir. Tíðrætt er um fráflæðivanda Landspítala, hann er vissulega til staðar, sjúklingar geta ekki útskrifast í úrræði sem henta betur vegna skorts á rýmum utan hans. Landspítalinn gæti þá ræktað sitt hlutverk enn frekar. Það má líka horfa á vandann með þeim augum að spítalinn glími til viðbótar við aðflæðivanda vegna undirmönnunar í heilsugæslunni og ónógrar heimaþjónustu. Þarna þarf öflugt átak og myndarlegt ef leysa á vandann og við bíðum frétta af slíku. Tímasetta langtímaáætlun þarf í þessum efnum sem tekur á þeim grunnvanda sem kerfið býr við. Auk þess að gera sér af alvöru grein fyrir þeirri breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar sem við sjáum á næstu áratugum, auknum kostnaði vegna nýrra lyfja, meðferðarmöguleika og mönnunarþarfar. Kjark til að forgangsraða og innleiða nýja hugsun með nýrri tækni og möguleikum hennar varðandi fjarþjónustu svo dæmi sé tekið. Það hefur engum enn tekist að leika á elli kerlingu og okkur mun ekki takast það heldur, við þurfum að fagna henni og vinna með henni eins og mögulegt er.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun