Koma snarpir inn eftir áramótin Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. janúar 2016 09:30 Mið-Ísland strákarnir eru alltaf í stuði. Vísir/Vilhelm „Það er okkar von, að þetta verði alltaf skemmtilegra og skemmtilegra og okkur hefur fundist það hingað til. Menn eru á tánum og það er alltaf markmiðið að verða betri en í fyrra, það segir sig sjálft,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, einn meðlima grínhópsins Mið-Ísland. Sýningar hópsins hafa verið geysivinsælar en þetta er fjórða sýningarár þeirra félaga og hafa farið fram um 200 sýningar á þessum þremur árum sem þeir hafa skemmt landsmönnum. Jóhann Alfreð segir uppistand þeirra félaga, á ákveðinn hátt, vera samfélagslegt verkefni, þar sem janúarmánuður hefur gjarnan verið þekktur sem heldur drungalegur og þungur mánuður. „Við komum snarpir inn svona eftir áramótin. Þetta er vissulega samfélagslegt verkefni, þessa daga þegar líður tekur á janúar, þá er Íslendingurinn hálf daufur. Þá eru jólin búin með öllu því sem þeim fylgja og enn þá langt í sumarið. Þá finnst okkur mikilvægt að bjóða fólki í Kjallarann til að hlæja smá, hlæja til að þrauka,“ útskýrir Jóhann Alfreð. Þeir félagar hafa nýtt jólahátíðina og athafnir Íslendingsins í kringum hátíðarnar í nýja uppistandið. „Já menn eru að pikka upp frá jólunum, Íslendingurinn sýnir klárlega sínar bestu og sínar verstu hliðar á jólunum með öllu stressinu og látunum. Þegar við byrjum er fólk líka enn í þeim stellingum að líta yfir farinn veg á nýju ári. En svo er nú engin sýning hjá okkur 110 prósent eins og hún heldur alltaf áfram að þróast eftir því sem líður á veturinn.“ Mið-Ísland hélt tilraunauppistand um mánaðamótin nóvember og desember og segir Jóhann Alfreð að það hafi gengið vel. „Við létum allt flakka og það gekk mjög vel. Við höfum síðan setið og hert það sem þarf að herða og sýningin hefur verið að gerjast. Hver maður ber ábyrgð á sínu efni og við höfum eina reglu og hún er sú að allt efnið sé nýtt.“ Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mynda Mið-Ísland en þó hefur Bergur Ebbi lítið getað verið með og var til dæmis bara með eina helgi síðasta vetur. „Bergur Ebbi fór út í nám til Kanada en ætlar að koma töluvert meira í vetur, hann kemur vonandi fram fjórar helgar með okkur en kom bara eina í fyrra.“ Jóhann Alfreð segist halda að Bergur Ebbi sé orðinn talsvert fyndnari eftir dvöl sína í Kanada. „Ég held hann sé orðinn fyndnari, Kanada er frægur grínpollur, þaðan koma þessir helstu meistarar eins og Mike Myers, Seth Rogen og Jim Carrey. Kanada er Mekka grínsins, aðal grínmiðin til að sækja á. Við gerum ráð fyrir að fá hann alveg ótrúlega ferskan úr þessari gríngerjun í Vesturheimi. Þetta verður eins og að fá hann Elías úr Elíasarbókunum heim frá Kanada á fullorðinsárum,“ bætir Jóhann Alfreð við léttur í lundu. Anna Svava Knútsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skipta með sér að leysa Berg Ebba af, líkt og síðasta vetur.Hið glænýja uppstand verður frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum þann 8. janúar næstkomandi og er miðasala hafin á midi.is. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira
„Það er okkar von, að þetta verði alltaf skemmtilegra og skemmtilegra og okkur hefur fundist það hingað til. Menn eru á tánum og það er alltaf markmiðið að verða betri en í fyrra, það segir sig sjálft,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, einn meðlima grínhópsins Mið-Ísland. Sýningar hópsins hafa verið geysivinsælar en þetta er fjórða sýningarár þeirra félaga og hafa farið fram um 200 sýningar á þessum þremur árum sem þeir hafa skemmt landsmönnum. Jóhann Alfreð segir uppistand þeirra félaga, á ákveðinn hátt, vera samfélagslegt verkefni, þar sem janúarmánuður hefur gjarnan verið þekktur sem heldur drungalegur og þungur mánuður. „Við komum snarpir inn svona eftir áramótin. Þetta er vissulega samfélagslegt verkefni, þessa daga þegar líður tekur á janúar, þá er Íslendingurinn hálf daufur. Þá eru jólin búin með öllu því sem þeim fylgja og enn þá langt í sumarið. Þá finnst okkur mikilvægt að bjóða fólki í Kjallarann til að hlæja smá, hlæja til að þrauka,“ útskýrir Jóhann Alfreð. Þeir félagar hafa nýtt jólahátíðina og athafnir Íslendingsins í kringum hátíðarnar í nýja uppistandið. „Já menn eru að pikka upp frá jólunum, Íslendingurinn sýnir klárlega sínar bestu og sínar verstu hliðar á jólunum með öllu stressinu og látunum. Þegar við byrjum er fólk líka enn í þeim stellingum að líta yfir farinn veg á nýju ári. En svo er nú engin sýning hjá okkur 110 prósent eins og hún heldur alltaf áfram að þróast eftir því sem líður á veturinn.“ Mið-Ísland hélt tilraunauppistand um mánaðamótin nóvember og desember og segir Jóhann Alfreð að það hafi gengið vel. „Við létum allt flakka og það gekk mjög vel. Við höfum síðan setið og hert það sem þarf að herða og sýningin hefur verið að gerjast. Hver maður ber ábyrgð á sínu efni og við höfum eina reglu og hún er sú að allt efnið sé nýtt.“ Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mynda Mið-Ísland en þó hefur Bergur Ebbi lítið getað verið með og var til dæmis bara með eina helgi síðasta vetur. „Bergur Ebbi fór út í nám til Kanada en ætlar að koma töluvert meira í vetur, hann kemur vonandi fram fjórar helgar með okkur en kom bara eina í fyrra.“ Jóhann Alfreð segist halda að Bergur Ebbi sé orðinn talsvert fyndnari eftir dvöl sína í Kanada. „Ég held hann sé orðinn fyndnari, Kanada er frægur grínpollur, þaðan koma þessir helstu meistarar eins og Mike Myers, Seth Rogen og Jim Carrey. Kanada er Mekka grínsins, aðal grínmiðin til að sækja á. Við gerum ráð fyrir að fá hann alveg ótrúlega ferskan úr þessari gríngerjun í Vesturheimi. Þetta verður eins og að fá hann Elías úr Elíasarbókunum heim frá Kanada á fullorðinsárum,“ bætir Jóhann Alfreð við léttur í lundu. Anna Svava Knútsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skipta með sér að leysa Berg Ebba af, líkt og síðasta vetur.Hið glænýja uppstand verður frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum þann 8. janúar næstkomandi og er miðasala hafin á midi.is.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira