Koma snarpir inn eftir áramótin Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. janúar 2016 09:30 Mið-Ísland strákarnir eru alltaf í stuði. Vísir/Vilhelm „Það er okkar von, að þetta verði alltaf skemmtilegra og skemmtilegra og okkur hefur fundist það hingað til. Menn eru á tánum og það er alltaf markmiðið að verða betri en í fyrra, það segir sig sjálft,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, einn meðlima grínhópsins Mið-Ísland. Sýningar hópsins hafa verið geysivinsælar en þetta er fjórða sýningarár þeirra félaga og hafa farið fram um 200 sýningar á þessum þremur árum sem þeir hafa skemmt landsmönnum. Jóhann Alfreð segir uppistand þeirra félaga, á ákveðinn hátt, vera samfélagslegt verkefni, þar sem janúarmánuður hefur gjarnan verið þekktur sem heldur drungalegur og þungur mánuður. „Við komum snarpir inn svona eftir áramótin. Þetta er vissulega samfélagslegt verkefni, þessa daga þegar líður tekur á janúar, þá er Íslendingurinn hálf daufur. Þá eru jólin búin með öllu því sem þeim fylgja og enn þá langt í sumarið. Þá finnst okkur mikilvægt að bjóða fólki í Kjallarann til að hlæja smá, hlæja til að þrauka,“ útskýrir Jóhann Alfreð. Þeir félagar hafa nýtt jólahátíðina og athafnir Íslendingsins í kringum hátíðarnar í nýja uppistandið. „Já menn eru að pikka upp frá jólunum, Íslendingurinn sýnir klárlega sínar bestu og sínar verstu hliðar á jólunum með öllu stressinu og látunum. Þegar við byrjum er fólk líka enn í þeim stellingum að líta yfir farinn veg á nýju ári. En svo er nú engin sýning hjá okkur 110 prósent eins og hún heldur alltaf áfram að þróast eftir því sem líður á veturinn.“ Mið-Ísland hélt tilraunauppistand um mánaðamótin nóvember og desember og segir Jóhann Alfreð að það hafi gengið vel. „Við létum allt flakka og það gekk mjög vel. Við höfum síðan setið og hert það sem þarf að herða og sýningin hefur verið að gerjast. Hver maður ber ábyrgð á sínu efni og við höfum eina reglu og hún er sú að allt efnið sé nýtt.“ Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mynda Mið-Ísland en þó hefur Bergur Ebbi lítið getað verið með og var til dæmis bara með eina helgi síðasta vetur. „Bergur Ebbi fór út í nám til Kanada en ætlar að koma töluvert meira í vetur, hann kemur vonandi fram fjórar helgar með okkur en kom bara eina í fyrra.“ Jóhann Alfreð segist halda að Bergur Ebbi sé orðinn talsvert fyndnari eftir dvöl sína í Kanada. „Ég held hann sé orðinn fyndnari, Kanada er frægur grínpollur, þaðan koma þessir helstu meistarar eins og Mike Myers, Seth Rogen og Jim Carrey. Kanada er Mekka grínsins, aðal grínmiðin til að sækja á. Við gerum ráð fyrir að fá hann alveg ótrúlega ferskan úr þessari gríngerjun í Vesturheimi. Þetta verður eins og að fá hann Elías úr Elíasarbókunum heim frá Kanada á fullorðinsárum,“ bætir Jóhann Alfreð við léttur í lundu. Anna Svava Knútsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skipta með sér að leysa Berg Ebba af, líkt og síðasta vetur.Hið glænýja uppstand verður frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum þann 8. janúar næstkomandi og er miðasala hafin á midi.is. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Það er okkar von, að þetta verði alltaf skemmtilegra og skemmtilegra og okkur hefur fundist það hingað til. Menn eru á tánum og það er alltaf markmiðið að verða betri en í fyrra, það segir sig sjálft,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, einn meðlima grínhópsins Mið-Ísland. Sýningar hópsins hafa verið geysivinsælar en þetta er fjórða sýningarár þeirra félaga og hafa farið fram um 200 sýningar á þessum þremur árum sem þeir hafa skemmt landsmönnum. Jóhann Alfreð segir uppistand þeirra félaga, á ákveðinn hátt, vera samfélagslegt verkefni, þar sem janúarmánuður hefur gjarnan verið þekktur sem heldur drungalegur og þungur mánuður. „Við komum snarpir inn svona eftir áramótin. Þetta er vissulega samfélagslegt verkefni, þessa daga þegar líður tekur á janúar, þá er Íslendingurinn hálf daufur. Þá eru jólin búin með öllu því sem þeim fylgja og enn þá langt í sumarið. Þá finnst okkur mikilvægt að bjóða fólki í Kjallarann til að hlæja smá, hlæja til að þrauka,“ útskýrir Jóhann Alfreð. Þeir félagar hafa nýtt jólahátíðina og athafnir Íslendingsins í kringum hátíðarnar í nýja uppistandið. „Já menn eru að pikka upp frá jólunum, Íslendingurinn sýnir klárlega sínar bestu og sínar verstu hliðar á jólunum með öllu stressinu og látunum. Þegar við byrjum er fólk líka enn í þeim stellingum að líta yfir farinn veg á nýju ári. En svo er nú engin sýning hjá okkur 110 prósent eins og hún heldur alltaf áfram að þróast eftir því sem líður á veturinn.“ Mið-Ísland hélt tilraunauppistand um mánaðamótin nóvember og desember og segir Jóhann Alfreð að það hafi gengið vel. „Við létum allt flakka og það gekk mjög vel. Við höfum síðan setið og hert það sem þarf að herða og sýningin hefur verið að gerjast. Hver maður ber ábyrgð á sínu efni og við höfum eina reglu og hún er sú að allt efnið sé nýtt.“ Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mynda Mið-Ísland en þó hefur Bergur Ebbi lítið getað verið með og var til dæmis bara með eina helgi síðasta vetur. „Bergur Ebbi fór út í nám til Kanada en ætlar að koma töluvert meira í vetur, hann kemur vonandi fram fjórar helgar með okkur en kom bara eina í fyrra.“ Jóhann Alfreð segist halda að Bergur Ebbi sé orðinn talsvert fyndnari eftir dvöl sína í Kanada. „Ég held hann sé orðinn fyndnari, Kanada er frægur grínpollur, þaðan koma þessir helstu meistarar eins og Mike Myers, Seth Rogen og Jim Carrey. Kanada er Mekka grínsins, aðal grínmiðin til að sækja á. Við gerum ráð fyrir að fá hann alveg ótrúlega ferskan úr þessari gríngerjun í Vesturheimi. Þetta verður eins og að fá hann Elías úr Elíasarbókunum heim frá Kanada á fullorðinsárum,“ bætir Jóhann Alfreð við léttur í lundu. Anna Svava Knútsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skipta með sér að leysa Berg Ebba af, líkt og síðasta vetur.Hið glænýja uppstand verður frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum þann 8. janúar næstkomandi og er miðasala hafin á midi.is.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira