Ellen DeGeneres fékk Kobe í þáttinn til sín í vikunni og lét hann taka þátt í falinni myndavél. Kobe hafði boðað lækni á fund með sér vegna vandamáls sem hann hefur glímt við í mörg ár, hann svitnar óeðlilega mikið.
Körfuboltamaðurinn reyndi meðal annars að selja lækninum krukku sem innihélt svitann úr honum frá síðasta leiknum. Hann sagði að ástæðan fyrir því að hann ákvað að leggja skóna á hilluna hafi verið sú að leikmenn væru alltaf að gera grín að honum fyrir að svitna svona mikið og uppnefna hann í kjölfarið.
Kobe hélt andlitinu allan tímann og stóð sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.