Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 69-62 | Snæfell með nauman sigur í háspennu leik Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 30. mars 2016 22:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, átti stjörnuleik. Vísir/Anton Íslandsmeistarar Snæfells þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum þegar þær komust í 1-0 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 69-62, en Valskonur minnkuðu muninn í eitt stig, 60-59, þegar aðeins rúm mínúta var eftir og þær fengu síðan tækifæri til að komast yfir. Valskonur fóru hinsvegar á taugum í lokin, töpuðu boltanum hvað eftir annað og heimakonur í Snæfelli tryggðu sér sjö stiga sigur eftir mikinn spennuleik. Haiden Denise Palmer var með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún skoraði sjö stig á lokakaflanum. Systurnar Gunnhildur (20 stig) og Berglind Gunnarsdætur (15 stig) skoruðu saman 35 stig og tóku 13 fráköst en þær hittu úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Karisma Chapman var með 28 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta hjá Val og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Strax frá upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin er hafin. Snæfellskonur byrjuðu gríðarlega vel og keyrðu upp hraðan á fyrstu mínútunum. Fyrstu stigin komu fljótlega frá Berglindi Gunnarsdóttur og Haiden Denise Palmer en eftir u.þ.b. fimm mínútur var staðan orðin 17-6. Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé sem reyndist hárétt ákvörðun en Valskonur náðu að stöðva flæði Snæfells verulega það sem eftir var af fyrsta leikhlutanum sem lauk 19-12. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti hafði endað. Valskonur spiluðu öfluga vörn og Snæfell átti í erfiðleikum með að ná upp því flæði sem einkenndi leik þeirra í byrjun leiks. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði þrist á 13. Mínútu sem kveikti í stuðningsfólki Snæfells en virtist jafnframt kveikja í Valskonum sem gáfu ekkert eftir og skoruðu jafn og þétt þangað til að þær voru búnar að jafna á 15. mínútu. Staðan í leikhlé var 32-29 og greinilegt að hér stefndi í hörku leik. Í seinni hálfleik skoraði Berglind Gunnarsdóttir fyrstu stigin eftir u.þ.b. tveggja mínútna varnarkafla þar sem bæði lið sýndu hörku varnarleik. Þriðji leikhluti stefndi í að verða vendipunktur leiksins en á tímabili leit út fyrir að Snæfell væri að stinga af. Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði tvo þrista í áhlaupi Snæfells en staðan eftir leikhlutann 49-42. Karisma Chapman skoraði fyrstu stigin í fjórða leikhluta og greinilegt að þessi leikur langt í frá að vera búin. Staðan 49-46 eftir rúmlega 33 mínútur og Valskonur aftur í leiknum eftir áhlaupið í þriðja leikhluta. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði glæsilegan þrist á 34. mínútu og jafnaði leikin. Mjög jafnt var með liðunum það sem eftir var og skiptust þau á að skora. Á endanum var það ekki fyrr en á síðustu sekúndunum sem ljóst var að Valskonur kæmu ekki til með að vinna leikin í kvöld en leikurinn kláraðist á vítalínunni. Lokatölur í Hólminum 69-62 og staðan í einvíginu 1-0. Ari Gunnarsson: Mjög ánægður með liðið mitt „Það er svekkjandi að tapa en ég er mjög ánægður með liðið mitt.. Við gerðum það sem við ætluðum að gera – að vera í leiknum. Okkur tókst það en þetta datt þeirra megin núna," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir naumt tap í Stykkishólmi „Öll lið leggja upp með að spila góðan varnaleik og okkur tókst það vel í dag að halda þeim niðri. Snæfell fékk kannski full auðveld skot á tíma," sagði Ari.Ingi Þór: Fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar „Valsliðið er búið að spila vel eftir áramót og mér fannst við varnalega séð of götóttar. Við vorum að missa þær of sterkt á körfuna en við fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar en hún sá sóknarlega séð um þetta fyrir okkur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við áttum ekki frábæran leik og Valsararnir áttu ekki heldur sinn besta leik. En það spyr engin að því. Staðan er 1-0 og nú er bara okkar næsta verkefni að undirbúa okkur fyrir Valshöllina á laugardaginn," sagði Ingi Þór.Gunnhildur: Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim „Flottur leikur en margt sem má bæta á báðum endum vallarins hjá báðum liðum. Mér fannst við góðar að halda þetta út. Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum," sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Þetta er úrslitakeppni og það skiptir engu máli hvað þú ert búin að vinna marga leiki í deildarkeppninni eða hvar þú stendur í deildinni. Þetta er ný keppni og auðvitað mæta allir til að sigra,“ sagði Gunnhildur aðspurð hvort gangur og úrslit leiksins hafi komið henni á óvart.Snæfell-Valur 69-62 (19-12, 13-17, 17-13, 20-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 20/6 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3.Valur: Karisma Chapman 28/16 fráköst/5 stolnir, Ragnheiður Benónísdóttir 11/13 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum þegar þær komust í 1-0 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 69-62, en Valskonur minnkuðu muninn í eitt stig, 60-59, þegar aðeins rúm mínúta var eftir og þær fengu síðan tækifæri til að komast yfir. Valskonur fóru hinsvegar á taugum í lokin, töpuðu boltanum hvað eftir annað og heimakonur í Snæfelli tryggðu sér sjö stiga sigur eftir mikinn spennuleik. Haiden Denise Palmer var með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún skoraði sjö stig á lokakaflanum. Systurnar Gunnhildur (20 stig) og Berglind Gunnarsdætur (15 stig) skoruðu saman 35 stig og tóku 13 fráköst en þær hittu úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Karisma Chapman var með 28 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta hjá Val og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Strax frá upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin er hafin. Snæfellskonur byrjuðu gríðarlega vel og keyrðu upp hraðan á fyrstu mínútunum. Fyrstu stigin komu fljótlega frá Berglindi Gunnarsdóttur og Haiden Denise Palmer en eftir u.þ.b. fimm mínútur var staðan orðin 17-6. Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé sem reyndist hárétt ákvörðun en Valskonur náðu að stöðva flæði Snæfells verulega það sem eftir var af fyrsta leikhlutanum sem lauk 19-12. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti hafði endað. Valskonur spiluðu öfluga vörn og Snæfell átti í erfiðleikum með að ná upp því flæði sem einkenndi leik þeirra í byrjun leiks. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði þrist á 13. Mínútu sem kveikti í stuðningsfólki Snæfells en virtist jafnframt kveikja í Valskonum sem gáfu ekkert eftir og skoruðu jafn og þétt þangað til að þær voru búnar að jafna á 15. mínútu. Staðan í leikhlé var 32-29 og greinilegt að hér stefndi í hörku leik. Í seinni hálfleik skoraði Berglind Gunnarsdóttir fyrstu stigin eftir u.þ.b. tveggja mínútna varnarkafla þar sem bæði lið sýndu hörku varnarleik. Þriðji leikhluti stefndi í að verða vendipunktur leiksins en á tímabili leit út fyrir að Snæfell væri að stinga af. Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði tvo þrista í áhlaupi Snæfells en staðan eftir leikhlutann 49-42. Karisma Chapman skoraði fyrstu stigin í fjórða leikhluta og greinilegt að þessi leikur langt í frá að vera búin. Staðan 49-46 eftir rúmlega 33 mínútur og Valskonur aftur í leiknum eftir áhlaupið í þriðja leikhluta. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði glæsilegan þrist á 34. mínútu og jafnaði leikin. Mjög jafnt var með liðunum það sem eftir var og skiptust þau á að skora. Á endanum var það ekki fyrr en á síðustu sekúndunum sem ljóst var að Valskonur kæmu ekki til með að vinna leikin í kvöld en leikurinn kláraðist á vítalínunni. Lokatölur í Hólminum 69-62 og staðan í einvíginu 1-0. Ari Gunnarsson: Mjög ánægður með liðið mitt „Það er svekkjandi að tapa en ég er mjög ánægður með liðið mitt.. Við gerðum það sem við ætluðum að gera – að vera í leiknum. Okkur tókst það en þetta datt þeirra megin núna," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir naumt tap í Stykkishólmi „Öll lið leggja upp með að spila góðan varnaleik og okkur tókst það vel í dag að halda þeim niðri. Snæfell fékk kannski full auðveld skot á tíma," sagði Ari.Ingi Þór: Fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar „Valsliðið er búið að spila vel eftir áramót og mér fannst við varnalega séð of götóttar. Við vorum að missa þær of sterkt á körfuna en við fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar en hún sá sóknarlega séð um þetta fyrir okkur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við áttum ekki frábæran leik og Valsararnir áttu ekki heldur sinn besta leik. En það spyr engin að því. Staðan er 1-0 og nú er bara okkar næsta verkefni að undirbúa okkur fyrir Valshöllina á laugardaginn," sagði Ingi Þór.Gunnhildur: Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim „Flottur leikur en margt sem má bæta á báðum endum vallarins hjá báðum liðum. Mér fannst við góðar að halda þetta út. Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum," sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Þetta er úrslitakeppni og það skiptir engu máli hvað þú ert búin að vinna marga leiki í deildarkeppninni eða hvar þú stendur í deildinni. Þetta er ný keppni og auðvitað mæta allir til að sigra,“ sagði Gunnhildur aðspurð hvort gangur og úrslit leiksins hafi komið henni á óvart.Snæfell-Valur 69-62 (19-12, 13-17, 17-13, 20-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 20/6 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3.Valur: Karisma Chapman 28/16 fráköst/5 stolnir, Ragnheiður Benónísdóttir 11/13 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira