Innlent

Enn hefur ekkert spurst til Bjarna Freys

atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Freyr er tvítugur, meðalmaður á hæð, klæddur í brúnar buxur og svartan leðurjakka.
Bjarni Freyr er tvítugur, meðalmaður á hæð, klæddur í brúnar buxur og svartan leðurjakka. Mynd/Lögreglan
Enn hefur ekkert spurst til Bjarna Freys Þórhallssonar sem lögregla lýsti eftir í gær.

Bjarni Freyr er tvítugur að aldri, meðalmaður á hæð, klæddur í brúnar buxur og svartan leðurjakka. Hann hefur til umráða bifreiðna UK-514 sem er Toyota Corolla, dökkrauð að lit og árgerð 2005.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að enn hafi engar ábendingar borist vegna hvarfs Bjarna Freys. „Við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um ferðir hans þannig að við getum farið á einhvern punkt og unnið út frá honum. Allt landið er í rauninni undir.“

Gunnar segir að síðast sé vitað um ferðir Bjarna Freys á umræddum bíl á Kjalarnesi á leiðinni norður síðastliðinn þriðjudag klukkan 9:30 að morgni.

„Enn hafa engar ábendingar borist. Við höfum verið að fara að sumarhúsum á Vesturlandi og beðið lögregluembættin að aðstoða okkur. Svo höfum við haft samband við gististaði á landinu en ekki fengið vísbendingar um ferðir hans hjá því fólki. Við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um ferðir hans“ segir Gunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×