Til varnar fulltrúalýðræðinu Ingimundur Gíslason skrifar 9. september 2016 07:00 Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun