Google tekur slaginn við Apple og Samsung Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2016 18:36 Pixel símar Google. Tæknirisinn Google kynnti í dag tvo nýja snjallsíma sem byggja yfir gervigreindinni Google Assistant. Með símunum er fyrirtækið að fara í beinan slag við aðra framleiðendur eins og Apple og Samsung. Þetta eru fyrstu símar Google sem fyrirtækið hannar og framleiðir sjálft að fullu. Þá búa símarnir yfir myndavél sem greinendur segja vera þá bestu hingað til. Hún er sögð vera betri en myndavélarnar á bæði iPhone 7 og Samsung Galaxy S7 Edge. Gervigreindin Google Assistant styðst við gagnagrunn fyrirtækisins, sem er umtalsverður, og hægt er að tala við hana og spyrja spurninga eins og Siri hjá Apple. Þá getur GA greint það sem er á skjánum á símanum og hægt er að spyrja hana út í það. Fyrirtækið segir að GA muni læra á notendur sína og þar sem henni sé stýrt af leitarvél Google geti hún framkvæmt flóknari aðgerðir en Siri. Símarnir verða seldir í tveimur stærðum. Fimm og 5,5 tommum. Símunum fylgir endalaust geymslupláss fyrir myndir og myndbönd þar sem þeir notast við Google Photos. Þá verða þrír mismunandi litir í boði. Silfraður, svartur og blár. Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Hvað er Google að fara að kynna? Bandaríski tæknirisinn heldur síðar í dag kynningu á nýjustu vörum sínum. Kynningin fer fram klukkan fjögur í dag. 4. október 2016 15:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti í dag tvo nýja snjallsíma sem byggja yfir gervigreindinni Google Assistant. Með símunum er fyrirtækið að fara í beinan slag við aðra framleiðendur eins og Apple og Samsung. Þetta eru fyrstu símar Google sem fyrirtækið hannar og framleiðir sjálft að fullu. Þá búa símarnir yfir myndavél sem greinendur segja vera þá bestu hingað til. Hún er sögð vera betri en myndavélarnar á bæði iPhone 7 og Samsung Galaxy S7 Edge. Gervigreindin Google Assistant styðst við gagnagrunn fyrirtækisins, sem er umtalsverður, og hægt er að tala við hana og spyrja spurninga eins og Siri hjá Apple. Þá getur GA greint það sem er á skjánum á símanum og hægt er að spyrja hana út í það. Fyrirtækið segir að GA muni læra á notendur sína og þar sem henni sé stýrt af leitarvél Google geti hún framkvæmt flóknari aðgerðir en Siri. Símarnir verða seldir í tveimur stærðum. Fimm og 5,5 tommum. Símunum fylgir endalaust geymslupláss fyrir myndir og myndbönd þar sem þeir notast við Google Photos. Þá verða þrír mismunandi litir í boði. Silfraður, svartur og blár.
Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Hvað er Google að fara að kynna? Bandaríski tæknirisinn heldur síðar í dag kynningu á nýjustu vörum sínum. Kynningin fer fram klukkan fjögur í dag. 4. október 2016 15:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bein útsending: Hvað er Google að fara að kynna? Bandaríski tæknirisinn heldur síðar í dag kynningu á nýjustu vörum sínum. Kynningin fer fram klukkan fjögur í dag. 4. október 2016 15:45