Bandaríkjamenn, gangið í bæinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun