GM segir upp 2.000 manns vegna lélegrar fólksbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 10:35 Chevrolet Cruze. Sala hans hefur minnkað um 20% í ár. Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent