Þjóðin á betra skilið Eva H. Baldursdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kom á veiðigjöldum árið 2012. Þau voru hugsuð sem fyrsta skrefið í því að tryggja þjóðinni allri hlutdeild í þeim arði sem úthlutun sérleyfa til nýtingar á sjávarauðlind hennar skapar. Einnig skyldi kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu mætt. Eftir samþykkt laganna voru álögð veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 samtals 12,8 milljarðar. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var að breyta lögunum til að lækka veiðigjöld. Fiskveiðiárið 2013/2014 lækkuðu veiðigjöldin um 3,6 milljarða, niður í 9,2 milljarða. Árið þar á eftir lækkuðu þau áfram niður í 7,7 milljarða. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá Fiskistofu en áætlað er að gjöldin séu 5,3 milljarðar síðasta fiskveiðiár, en það er að hluta til tilkomið vegna breytingar á álagningu. Við blasir að veiðigjöld hafa lækkað úr 12,8 í 5,3 milljarða eða um 7,5 milljarða, án tillits til verðlagsbreytinga. Á sama tíma og veiðigjöld til ríkissjóðs hafa lækkað hafa arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hækkað. Á árinu 2012 voru arðgreiðslurnar 6,3 milljarðar, 2013 voru þær 11,8 milljarðar og svo 13,5 milljarðar árið 2014. Ekki fannst fjárhæð arðgreiðslna fyrir 2015. Ríkið heldur úti rekstri á ýmsum stofnunum í tengslum við sjávarútveg og er veiðigjaldinu annars vegar ætlað að standa undir þeim rekstri ef marka má 1. gr. laganna. Hér má nefna Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Veiðimálastofu og þess hluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem fer með sjávarútvegsmál. Gróft reiknað út frá fjárlögum ársins 2015 kostar þessi rekstur ríkið tæpa 2,5 milljarða. Ljóst er að lítið stendur þá eftir til að uppfylla hitt meginhlutverk laganna, að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum, eða um 2,7 milljarðar ef tekið er mið af veiðigjaldi 2015. Í fyrra þ.e. árið 2015 var heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða 265 milljarðar króna. Veiðigjöldin voru því um þrjú prósent af útflutningsverðmætinu sé tekið mið af 7,7 milljörðum. Þrjú prósent gott fólk. Ef við drögum frá útlagðan kostnað ríkisins fer talan niður í tvö prósent. Á fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að rekstur Háskóla Íslands í heildinni fái tæpa 13 milljarða. Fyrir ívið hærri veiðigjöld mætti því reka heilan Háskóla Íslands og fyrir arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja árið 2014 rúmlega það. Mýmörg dæmi er hægt að taka um hvernig væri hægt að nýta þá fjármuni sem íslenska þjóðin hefur verið snuðuð um af þessari ríkisstjórn og færðir í vasa eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í staðinn.Hægt að leysa á einfaldan hátt Sífelldar og endurteknar deilur um upphæð veiðigjalda er hægt að leysa á einfaldan hátt. Með útboði sérleyfa til nýtingar eins og Samfylkingin hefur haft á stefnu sinni frá stofnun mun verðmæti leyfanna ráðast með sama hætti og verð allra annarra aðfanga til atvinnurekstrar og verkefna sem boðin eru út, þ.e. með lögmálum markaðarins. Slíkur markaður er reyndar til í dag en á honum eru eingöngu einkaaðilar sem selja eða leigja hver öðrum sérleyfi til nýtingar á auðlind þjóðarinnar og verð heimilda um tuttugu sinnum hærra en núgildandi veiðigjald. Jafnframt er hægt að fara blandaða leið uppboðs og veiðigjalda. Mikið af tölum er tyrfinn lestur, en tölurnar tala sínu máli. Hið lækkandi pólitískt ákvarðaða veiðigjald sýnir forgangsröðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Þjóðin á einfaldlega betra skilið. Á meðan veiðigjöld lækka, hækka álögur á barnafjölskyldur með lækkun barnabóta. Við búum nú við lökustu barnabæturnar og versta fæðingarorlofskerfið miðað við Norðurlöndin, svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu verkefnum sem þarf að taka á eftir setu þessar ríkisstjórnar. Lækkum álögur á barnafólk, ekki á þá sem vita ekki aura sinna tal.Graf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kom á veiðigjöldum árið 2012. Þau voru hugsuð sem fyrsta skrefið í því að tryggja þjóðinni allri hlutdeild í þeim arði sem úthlutun sérleyfa til nýtingar á sjávarauðlind hennar skapar. Einnig skyldi kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu mætt. Eftir samþykkt laganna voru álögð veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 samtals 12,8 milljarðar. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var að breyta lögunum til að lækka veiðigjöld. Fiskveiðiárið 2013/2014 lækkuðu veiðigjöldin um 3,6 milljarða, niður í 9,2 milljarða. Árið þar á eftir lækkuðu þau áfram niður í 7,7 milljarða. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá Fiskistofu en áætlað er að gjöldin séu 5,3 milljarðar síðasta fiskveiðiár, en það er að hluta til tilkomið vegna breytingar á álagningu. Við blasir að veiðigjöld hafa lækkað úr 12,8 í 5,3 milljarða eða um 7,5 milljarða, án tillits til verðlagsbreytinga. Á sama tíma og veiðigjöld til ríkissjóðs hafa lækkað hafa arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hækkað. Á árinu 2012 voru arðgreiðslurnar 6,3 milljarðar, 2013 voru þær 11,8 milljarðar og svo 13,5 milljarðar árið 2014. Ekki fannst fjárhæð arðgreiðslna fyrir 2015. Ríkið heldur úti rekstri á ýmsum stofnunum í tengslum við sjávarútveg og er veiðigjaldinu annars vegar ætlað að standa undir þeim rekstri ef marka má 1. gr. laganna. Hér má nefna Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Veiðimálastofu og þess hluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem fer með sjávarútvegsmál. Gróft reiknað út frá fjárlögum ársins 2015 kostar þessi rekstur ríkið tæpa 2,5 milljarða. Ljóst er að lítið stendur þá eftir til að uppfylla hitt meginhlutverk laganna, að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum, eða um 2,7 milljarðar ef tekið er mið af veiðigjaldi 2015. Í fyrra þ.e. árið 2015 var heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða 265 milljarðar króna. Veiðigjöldin voru því um þrjú prósent af útflutningsverðmætinu sé tekið mið af 7,7 milljörðum. Þrjú prósent gott fólk. Ef við drögum frá útlagðan kostnað ríkisins fer talan niður í tvö prósent. Á fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að rekstur Háskóla Íslands í heildinni fái tæpa 13 milljarða. Fyrir ívið hærri veiðigjöld mætti því reka heilan Háskóla Íslands og fyrir arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja árið 2014 rúmlega það. Mýmörg dæmi er hægt að taka um hvernig væri hægt að nýta þá fjármuni sem íslenska þjóðin hefur verið snuðuð um af þessari ríkisstjórn og færðir í vasa eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í staðinn.Hægt að leysa á einfaldan hátt Sífelldar og endurteknar deilur um upphæð veiðigjalda er hægt að leysa á einfaldan hátt. Með útboði sérleyfa til nýtingar eins og Samfylkingin hefur haft á stefnu sinni frá stofnun mun verðmæti leyfanna ráðast með sama hætti og verð allra annarra aðfanga til atvinnurekstrar og verkefna sem boðin eru út, þ.e. með lögmálum markaðarins. Slíkur markaður er reyndar til í dag en á honum eru eingöngu einkaaðilar sem selja eða leigja hver öðrum sérleyfi til nýtingar á auðlind þjóðarinnar og verð heimilda um tuttugu sinnum hærra en núgildandi veiðigjald. Jafnframt er hægt að fara blandaða leið uppboðs og veiðigjalda. Mikið af tölum er tyrfinn lestur, en tölurnar tala sínu máli. Hið lækkandi pólitískt ákvarðaða veiðigjald sýnir forgangsröðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Þjóðin á einfaldlega betra skilið. Á meðan veiðigjöld lækka, hækka álögur á barnafjölskyldur með lækkun barnabóta. Við búum nú við lökustu barnabæturnar og versta fæðingarorlofskerfið miðað við Norðurlöndin, svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu verkefnum sem þarf að taka á eftir setu þessar ríkisstjórnar. Lækkum álögur á barnafólk, ekki á þá sem vita ekki aura sinna tal.Graf
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar