Framfarir hjá Kauphöllinni Helgi Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Stjórnendur Kauphallarinnar eru öllu fljótari að svara grein minni frá 25. ágúst sl. um rangfærslur sem Kauphallarmenn birtu deginum áður og var síðbúið svar við grein sem ég skrifaði í byrjun júlí. Í upphaflegri grein minni fór ég yfir þá staðreynd að Kauphöllin hefði talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir þróun íslensks hlutabréfamarkaðar. Þessu andmæltu Kauphallarmenn og sögðu engan starfsmann Kauphallar hafa haldið þessu fram. Í svarbréfi sínu nú viðurkennir Kauphöllin raunar að aðkoma bankanna að hlutabréfamarkaðnum sé mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegni um viðskipti þeirra með eigin bréf. Látum nú vera þó að ég hafi í upphaflegri grein vísað til þróunar hlutabréfamarkaðarins almennt, og gera megi þær kröfur til Kauphallarinnar að áður en staðhæfingum er mótmælt sem röngum, að farið sé rétt með innihald þeirra. Þetta á ekki síst við þegar Kauphöllin tekur sér margar vikur til að svara stuttri grein. Það er þó framför að Kauphöllin skuli vera sammála mér um þetta mikilvæga atriði.Viðskipti með eigin bréf Kauphöllin heldur því hins vegar fram að þetta eigi ekki við um eigin bréf. Það er nokkuð athyglisvert vegna þess að í bréfi Kauphallarinnar til FME sem var skrifað þremur árum eftir að þessu viðskiptum bankanna með eigin bréf lauk segir m.a.: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf“ „Ljóst er að væntur ábati af slíkum kaupum gat verið umtalsverður“ „Því var ekki óeðlilegt að sjá kauptækifæri í stöðunni og hljóta eigin viðskipti Landsbankans þar að koma sterklega til greina, enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ Ekki verður séð af þessum sjónarmiðum Kauphallarinnar að allt öðru máli gegni um viðskipti bankanna með eigin bréf, „enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ svo vitnað sé til orða Kauphallarinnar sjálfrar.Viðskiptavakt Dómur Hæstaréttar vegna viðskipta Landsbankans með eigin bréf, byggir á því að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti 2005 verði með gagnályktun að líta svo á að það „sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti […] nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga“. Í dóminum var jafnframt vísað til þess að með gagnályktun væri fjármálafyrirtæki óheimilt að takast á hendur viðskiptavakt með eigin bréf. Kauphöllinni var fullkunnugt um að viðskipti bankanna með eigin bréf byggðust hvorki á viðskiptavakt né endurkaupaáætlun. Gagnrýni mín byggir á því að áður en Kauphöllin gerir kröfur til þess að aðrir líti í eigin barm, væri henni hollt að velta því fyrir sér hvort hún sem lögbundinn eftirlitsaðili á fjármálamarkaði hefði átt að vekja athygli markaðarins á því (og eftir atvikum stöðva viðskipti), að eftir lagabreytinguna 2005 yrðu viðskiptin að byggjast á þessum forsendum. Það gerði hún ekki. Ég er áfram þeirrar skoðunar að frammistaða Kauphallarinnar að þessu leyti sé talsvert lakari en umbjóðanda míns.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stjórnendur Kauphallarinnar eru öllu fljótari að svara grein minni frá 25. ágúst sl. um rangfærslur sem Kauphallarmenn birtu deginum áður og var síðbúið svar við grein sem ég skrifaði í byrjun júlí. Í upphaflegri grein minni fór ég yfir þá staðreynd að Kauphöllin hefði talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir þróun íslensks hlutabréfamarkaðar. Þessu andmæltu Kauphallarmenn og sögðu engan starfsmann Kauphallar hafa haldið þessu fram. Í svarbréfi sínu nú viðurkennir Kauphöllin raunar að aðkoma bankanna að hlutabréfamarkaðnum sé mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegni um viðskipti þeirra með eigin bréf. Látum nú vera þó að ég hafi í upphaflegri grein vísað til þróunar hlutabréfamarkaðarins almennt, og gera megi þær kröfur til Kauphallarinnar að áður en staðhæfingum er mótmælt sem röngum, að farið sé rétt með innihald þeirra. Þetta á ekki síst við þegar Kauphöllin tekur sér margar vikur til að svara stuttri grein. Það er þó framför að Kauphöllin skuli vera sammála mér um þetta mikilvæga atriði.Viðskipti með eigin bréf Kauphöllin heldur því hins vegar fram að þetta eigi ekki við um eigin bréf. Það er nokkuð athyglisvert vegna þess að í bréfi Kauphallarinnar til FME sem var skrifað þremur árum eftir að þessu viðskiptum bankanna með eigin bréf lauk segir m.a.: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf“ „Ljóst er að væntur ábati af slíkum kaupum gat verið umtalsverður“ „Því var ekki óeðlilegt að sjá kauptækifæri í stöðunni og hljóta eigin viðskipti Landsbankans þar að koma sterklega til greina, enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ Ekki verður séð af þessum sjónarmiðum Kauphallarinnar að allt öðru máli gegni um viðskipti bankanna með eigin bréf, „enda hafa starfsmenn oftar en ekki meiri trú á eigin fyrirtæki en aðrir“ svo vitnað sé til orða Kauphallarinnar sjálfrar.Viðskiptavakt Dómur Hæstaréttar vegna viðskipta Landsbankans með eigin bréf, byggir á því að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti 2005 verði með gagnályktun að líta svo á að það „sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti […] nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga“. Í dóminum var jafnframt vísað til þess að með gagnályktun væri fjármálafyrirtæki óheimilt að takast á hendur viðskiptavakt með eigin bréf. Kauphöllinni var fullkunnugt um að viðskipti bankanna með eigin bréf byggðust hvorki á viðskiptavakt né endurkaupaáætlun. Gagnrýni mín byggir á því að áður en Kauphöllin gerir kröfur til þess að aðrir líti í eigin barm, væri henni hollt að velta því fyrir sér hvort hún sem lögbundinn eftirlitsaðili á fjármálamarkaði hefði átt að vekja athygli markaðarins á því (og eftir atvikum stöðva viðskipti), að eftir lagabreytinguna 2005 yrðu viðskiptin að byggjast á þessum forsendum. Það gerði hún ekki. Ég er áfram þeirrar skoðunar að frammistaða Kauphallarinnar að þessu leyti sé talsvert lakari en umbjóðanda míns.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar