Konur vanmetinn fjárfestingarkostur Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Samkvæmt skýrslu UN Women frá árinu 2015 vinna konur í öllum heimshornum meira en karlar en þéna um leið mun minna. Ofan á það sem þær vinna á vinnumarkaði, vinna þær næstum tvisvar og hálfu sinnum meiri ólaunaða vinnu á heimilum en karlar. Launamunurinn á heimsvísu er um 24% en þegar tekið er tillit til barneigna er hann mun meiri. Konur í Frakklandi og Svíþjóð sem kjósa að eignast börn mega t.a.m. eiga von á að þéna 31% minna en karlar um ævina. Samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor um íslenskt frumkvöðlaumhverfi eru karlar helmingi fleiri en konur í frumkvöðlastarfsemi. Þá er það þekkt stærð að kvenfrumkvöðlar hafa takmarkaðra aðgengi að fjármagni og fjárfestum en karlar um allan heim. Samkvæmt nýlegum rannsóknum í Bretlandi eru karlmenn t.a.m. 80% líklegri til að fá framtaksfjárfesta (VC) til að fjárfesta í viðskiptahugmynd sinni en konur og 60% líklegri til að fá fjármagn frá englafjárfestum. Á heimsvísu hljóta karlfrumkvöðlar sex sinnum meiri nýsköpunarstyrki úr hinum ýmsu sjóðum. Það ætti því ekki að koma á óvart að konur stjórni aðeins um 30% af fjármagni sem kemur úr einkarekstri í heiminum. Þrátt fyrir allar þessar hindranir eru konur enn að stofna fyrirtæki á heimsvísu – og það á mun meiri hraða en karlar. Jafnvel þó þær fái aðeins 7% af framtaksfjárfestingu (venture capital) á heimsvísu og 5% af bankalánum í tengslum við viðskiptahugmynd og fyrirtækjarekstur. Það ætti því ekki að koma á óvart að samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor komast konur af með mun minna í start-upi og frumkvöðlastarfsemi en karlar. Þær þurfa ekki nema helming af því fjármagni sem karlar nota að meðaltali í start-up á fyrirtækjum. Enda alvanar að vinna meira en þéna minna. Svo ekki sé talað um að púsla saman vinnu og 2,5 sinnum meiri vinnu á heimilinu (og nú er ég enn þá að tala um á heimsvísu). Framtíðaráhrif kvenfrumkvöðla í heiminum eiga sér greinilega engin takmörk. Konur á Íslandi eru með hærra menntunarstig og líklegri til að takast ætlunarverk sín í start-upi með minni pening milli handanna en karlar. Sem gerir þær frábæran fjárfestingarkost. Það er bara kominn tími til að strákarnir með fjármagnið fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Samkvæmt skýrslu UN Women frá árinu 2015 vinna konur í öllum heimshornum meira en karlar en þéna um leið mun minna. Ofan á það sem þær vinna á vinnumarkaði, vinna þær næstum tvisvar og hálfu sinnum meiri ólaunaða vinnu á heimilum en karlar. Launamunurinn á heimsvísu er um 24% en þegar tekið er tillit til barneigna er hann mun meiri. Konur í Frakklandi og Svíþjóð sem kjósa að eignast börn mega t.a.m. eiga von á að þéna 31% minna en karlar um ævina. Samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor um íslenskt frumkvöðlaumhverfi eru karlar helmingi fleiri en konur í frumkvöðlastarfsemi. Þá er það þekkt stærð að kvenfrumkvöðlar hafa takmarkaðra aðgengi að fjármagni og fjárfestum en karlar um allan heim. Samkvæmt nýlegum rannsóknum í Bretlandi eru karlmenn t.a.m. 80% líklegri til að fá framtaksfjárfesta (VC) til að fjárfesta í viðskiptahugmynd sinni en konur og 60% líklegri til að fá fjármagn frá englafjárfestum. Á heimsvísu hljóta karlfrumkvöðlar sex sinnum meiri nýsköpunarstyrki úr hinum ýmsu sjóðum. Það ætti því ekki að koma á óvart að konur stjórni aðeins um 30% af fjármagni sem kemur úr einkarekstri í heiminum. Þrátt fyrir allar þessar hindranir eru konur enn að stofna fyrirtæki á heimsvísu – og það á mun meiri hraða en karlar. Jafnvel þó þær fái aðeins 7% af framtaksfjárfestingu (venture capital) á heimsvísu og 5% af bankalánum í tengslum við viðskiptahugmynd og fyrirtækjarekstur. Það ætti því ekki að koma á óvart að samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor komast konur af með mun minna í start-upi og frumkvöðlastarfsemi en karlar. Þær þurfa ekki nema helming af því fjármagni sem karlar nota að meðaltali í start-up á fyrirtækjum. Enda alvanar að vinna meira en þéna minna. Svo ekki sé talað um að púsla saman vinnu og 2,5 sinnum meiri vinnu á heimilinu (og nú er ég enn þá að tala um á heimsvísu). Framtíðaráhrif kvenfrumkvöðla í heiminum eiga sér greinilega engin takmörk. Konur á Íslandi eru með hærra menntunarstig og líklegri til að takast ætlunarverk sín í start-upi með minni pening milli handanna en karlar. Sem gerir þær frábæran fjárfestingarkost. Það er bara kominn tími til að strákarnir með fjármagnið fatti það.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar