Hagræðing menningararfs? Þóra Pétursdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á síðustu vikum hefur tillögu að sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar Íslands verið varpað inn í umræðuna, í bókstaflegum skilningi. Málið ber að með slíku offorsi að undarlegt verður að teljast. Lítil sem engin umræða hafði farið fram áður en málið var afgreitt á einungis þremur fundum stýrihóps ráðherra. Fyrir utan almenna óánægju með tillögurnar og lagafrumvarpið, gefur því augaleið að eitthvað meira en lítið er bogið við aðdraganda málsins, svo ekki sé talað um hvernig standa á að sameiningunni og skipan í embætti forstöðumanns. Uppgefnar ástæður sameiningar eru hagræðing og nauðsyn þess að koma skikki á minjamál og minjavörslu í landinu. Hvort tveggja er mikilvægt þótt sundrung og samþjöppun valds séu því miður líklegri afleiðingar breytinganna. Auk þess er dapurlegt að sjá umræðu um nauðsynlega festu í málaflokknum snúast í gagnrýni á þá sem innan hans starfa, en það er greinilegt af umræðu síðustu daga að fornleifafræðingum finnst að þeim vegið. Verkferla og verklag má lengi bæta en það er ekki þar sem skórinn kreppir mest. Það sem raunverulega þarf að koma skikki á er hvernig staðið er að fjárveitingu til fornleifarannsókna í landinu.Aðför að rannsóknum Einna alvarlegast í þessum tillögum er þó sú aðför að rannsóknum á sviði menningararfs, í breiðum skilningi, sem þær hafa í för með sér. Fyrir stofnun Fornleifaverndar ríkisins árið 2001 voru bæði stjórnsýsla og rannsóknastarf á höndum Þjóðminjasafns Íslands. Með tilkomu Fornleifaverndar var greint á milli þessara þátta. Með síðustu lagabreytingum árið 2013, þegar Fornleifavernd varð að Minjastofnun Íslands, varð Þjóðminjasafn Íslands auk þess að háskólastofnun, en samstarfssamningur safnsins og HÍ var einmitt endurnýjaður á dögunum. Þessi þróun hefur verið til góðs og þótt mikilvægt sé að stuðla að sem mestu og bestu samstarfi á milli þessara sviða (stjórnsýslu og rannsókna) er ekki síður mikilvægt að halda þeim aðgreindum. Skýr stefnumótun í minjavernd og rannsóknum eins og lögð er til í fyrirliggjandi frumvarpi er mikilvæg. Í greinargerð með frumvarpinu kemur hins vegar fram að fyrirmynd þess sé m.a. sótt til Noregs. Það verður að teljast undarlegt í ljósi þess að norska kerfið byggir einmitt á aðgreiningu stjórnsýslu og rannsókna – en þeim mun skýrari og öflugri samvinnu á milli sviðanna. Þjóðminjasafnið er mikilvæg rannsóknastofnun á sviði fornleifarannsókna. Verði samruni að veruleika er hætt við að dagar Þjóðminjasafns sem rannsóknastofnunar séu taldir – allavega að trúverðugleiki þess sem slíkrar bíði verulegan hnekki. Það væri mikið ógæfuspor. Að öðrum kosti verður ný Þjóðminjastofnun handhafi óeðlilegs vísindalegs forræðis, sem á sér ekki fyrirmynd í Noregi. Þau áform að færa m.a. málefni friðlýsingar beint til ráðuneytis, eða forsætisráðherra, undirstrikar þá óheppilegu forræðishyggju sem í stefnir.Forræðishyggja og samþjöppun Það er erfitt að slíta tillögur um sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar úr samhengi við það hringl með málaflokkinn sem á undan er gengið. Þar má nefna tilflutning málaflokksins frá ráðuneyti mennta- og menningarmála til forsætisráðuneytis (sem er fremur undantekning á Vesturlöndum), duttlungakenndar fjárveitingar forsætisráðherra til verkefna án auglýsinga, og ráðherravæðingu málefna um verndarsvæði í byggð. Ekki er laust við að sæki að manni uggur – hvað er eiginlega í gangi? Þjóðarminjar og menningararfur eru hápólitísk og vandmeðfarin fyrirbæri – það hefur sagan sýnt okkur. Þannig er það alltaf, en ekki síst í fjölmenningarsamfélagi samtímans. Menningararfur má ekki verða verkfæri stjórnmála. Það má ekki hagræða honum þannig. Sú forræðishyggja og samþjöppun valds sem virðist liggja að baki sameiningartillögum er aðför að sjálfstæði rannsókna og sífelldri endurskoðun á því sem við hömpum sem þjóðararfi okkar. Samvinna er lausnin, ekki sameining. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur tillögu að sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar Íslands verið varpað inn í umræðuna, í bókstaflegum skilningi. Málið ber að með slíku offorsi að undarlegt verður að teljast. Lítil sem engin umræða hafði farið fram áður en málið var afgreitt á einungis þremur fundum stýrihóps ráðherra. Fyrir utan almenna óánægju með tillögurnar og lagafrumvarpið, gefur því augaleið að eitthvað meira en lítið er bogið við aðdraganda málsins, svo ekki sé talað um hvernig standa á að sameiningunni og skipan í embætti forstöðumanns. Uppgefnar ástæður sameiningar eru hagræðing og nauðsyn þess að koma skikki á minjamál og minjavörslu í landinu. Hvort tveggja er mikilvægt þótt sundrung og samþjöppun valds séu því miður líklegri afleiðingar breytinganna. Auk þess er dapurlegt að sjá umræðu um nauðsynlega festu í málaflokknum snúast í gagnrýni á þá sem innan hans starfa, en það er greinilegt af umræðu síðustu daga að fornleifafræðingum finnst að þeim vegið. Verkferla og verklag má lengi bæta en það er ekki þar sem skórinn kreppir mest. Það sem raunverulega þarf að koma skikki á er hvernig staðið er að fjárveitingu til fornleifarannsókna í landinu.Aðför að rannsóknum Einna alvarlegast í þessum tillögum er þó sú aðför að rannsóknum á sviði menningararfs, í breiðum skilningi, sem þær hafa í för með sér. Fyrir stofnun Fornleifaverndar ríkisins árið 2001 voru bæði stjórnsýsla og rannsóknastarf á höndum Þjóðminjasafns Íslands. Með tilkomu Fornleifaverndar var greint á milli þessara þátta. Með síðustu lagabreytingum árið 2013, þegar Fornleifavernd varð að Minjastofnun Íslands, varð Þjóðminjasafn Íslands auk þess að háskólastofnun, en samstarfssamningur safnsins og HÍ var einmitt endurnýjaður á dögunum. Þessi þróun hefur verið til góðs og þótt mikilvægt sé að stuðla að sem mestu og bestu samstarfi á milli þessara sviða (stjórnsýslu og rannsókna) er ekki síður mikilvægt að halda þeim aðgreindum. Skýr stefnumótun í minjavernd og rannsóknum eins og lögð er til í fyrirliggjandi frumvarpi er mikilvæg. Í greinargerð með frumvarpinu kemur hins vegar fram að fyrirmynd þess sé m.a. sótt til Noregs. Það verður að teljast undarlegt í ljósi þess að norska kerfið byggir einmitt á aðgreiningu stjórnsýslu og rannsókna – en þeim mun skýrari og öflugri samvinnu á milli sviðanna. Þjóðminjasafnið er mikilvæg rannsóknastofnun á sviði fornleifarannsókna. Verði samruni að veruleika er hætt við að dagar Þjóðminjasafns sem rannsóknastofnunar séu taldir – allavega að trúverðugleiki þess sem slíkrar bíði verulegan hnekki. Það væri mikið ógæfuspor. Að öðrum kosti verður ný Þjóðminjastofnun handhafi óeðlilegs vísindalegs forræðis, sem á sér ekki fyrirmynd í Noregi. Þau áform að færa m.a. málefni friðlýsingar beint til ráðuneytis, eða forsætisráðherra, undirstrikar þá óheppilegu forræðishyggju sem í stefnir.Forræðishyggja og samþjöppun Það er erfitt að slíta tillögur um sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar úr samhengi við það hringl með málaflokkinn sem á undan er gengið. Þar má nefna tilflutning málaflokksins frá ráðuneyti mennta- og menningarmála til forsætisráðuneytis (sem er fremur undantekning á Vesturlöndum), duttlungakenndar fjárveitingar forsætisráðherra til verkefna án auglýsinga, og ráðherravæðingu málefna um verndarsvæði í byggð. Ekki er laust við að sæki að manni uggur – hvað er eiginlega í gangi? Þjóðarminjar og menningararfur eru hápólitísk og vandmeðfarin fyrirbæri – það hefur sagan sýnt okkur. Þannig er það alltaf, en ekki síst í fjölmenningarsamfélagi samtímans. Menningararfur má ekki verða verkfæri stjórnmála. Það má ekki hagræða honum þannig. Sú forræðishyggja og samþjöppun valds sem virðist liggja að baki sameiningartillögum er aðför að sjálfstæði rannsókna og sífelldri endurskoðun á því sem við hömpum sem þjóðararfi okkar. Samvinna er lausnin, ekki sameining.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar