Miklu betra að vera fullur en dauður Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:00 Félagarnir Andrés Björnsson og Ómar Ingimarsson opna Drunk Rabbit Irish Pub í Austurstræti. vísir/Ernir Við opnum í dag á sjálfan St Patrick’s day, sem er tilvalið þar sem þetta er írskur pöbb og stemningin á staðnum í anda Írlands. Á föstudaginn verðum við svo með formlegt opnunarpartí, þar sem við ætlum að gleðjast með vinum og fjölskyldu og fagna opnun Drunk Rabbit en við höfum unnið hér dag og nótt í nær fjóra mánuði,“ segir Andrés Björnsson, annar eigandi Drunk Rabbit í Austurstræti. Þeir félagar Andrés og Ómar Ingimarsson lentu í hörðum deilum vegna nafnsins sem þeir völdu á staðinn í upphafi en létu það ekki á sig fá. Þeir félagar höfðu farið til New York til að kynna sér írska pöbba og sækja sér innblástur varðandi útlit og stemningu fyrir staðinn. Í kjölfar ferðarinnar völdu þeir nafnið Dead Rabbit, en þar sem annar staður ber það nafn fengu þeir ábendingu um að þetta væri ekki við hæfi og ákváðu þeir því að breyta nafni barsins. „Okkur bárust þær fréttir að eigendur The Dead Rabbit í New York væru ekki sáttir og teldu okkur vera að herma eftir þeim. Í framhaldinu fengum við frekar neikvæða umfjöllun frá öðrum bareigendum í Reykjavík . Eftir talsverðar vangaveltur tókum við þá ákvörðun að breyta nafninu í Drunk Rabbit Irish Pub, enda er miklu betra að vera fullur heldur en dauður,“ segir Andrés léttur í bragði. Á staðnum verður boðið upp á fjölbreyttan kokteilaseðil en þeir félagar hafa fengið í lið við sig reynda barþjóna sem hafa hannað kokteilaseðil þar sem er að finna yfir tuttugu mismundi kokteila. Auk þess hyggjast þeir bjóða upp fjölbreytt úrval bjórtegunda. Allt á staðnum eru upprunalegar antikvörur frá Írlandi og óhætt að segja að ásýnd staðarins beri mann hálfa leið til Írlands. „Ég hannaði staðinn ásamt Ómari og lagði mikið upp úr því að lúkkið á staðnum yrði í anda írskra pöbba, ég er með mikið af flottum antikhúsgögnum frá Írlandi, heildarlúkkið á staðnum er svokallað „old fashion“. Við lögðum mikla áherslu á það að staðurinn væri fyrir alla, bæði skemmtilega stelpnahópa sem vilja setjast niður og fá sér flotta viskíkokteila að írskum sið og fyrir þá sem vilja kíkja með félögunum eftir vinnu og horfa jafnvel á skemmtilega íþróttaviðburði en við ætlum að sýna alla stóru íþróttaviðburðina sem fram undan eru,“ segir Andrés og bætir við að hann sé mjög ánægður með útkomuna. Þeir Andrés og Ómar Ingimarsson eru ekki að opna bar í fyrsta skipti en þeir ráku staðinn Brooklyn Bar sem var í sama húsnæði. „Við opnuðum Brooklyn Bar, það gekk ekki alveg eins og ætlað var, en við lærðum af reynslunni. Brooklyn Bar þróaðist hálf partinn í hamborgarastað en það var alls ekki ætlunin. Við tókum því ákvörðun um að loka staðnum og byrja upp á nýtt; á Drunk Rabbit komum við einungis til með að bjóða upp á snarl með drykkjunum,“ segir Andrés fullur bjartsýni. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Við opnum í dag á sjálfan St Patrick’s day, sem er tilvalið þar sem þetta er írskur pöbb og stemningin á staðnum í anda Írlands. Á föstudaginn verðum við svo með formlegt opnunarpartí, þar sem við ætlum að gleðjast með vinum og fjölskyldu og fagna opnun Drunk Rabbit en við höfum unnið hér dag og nótt í nær fjóra mánuði,“ segir Andrés Björnsson, annar eigandi Drunk Rabbit í Austurstræti. Þeir félagar Andrés og Ómar Ingimarsson lentu í hörðum deilum vegna nafnsins sem þeir völdu á staðinn í upphafi en létu það ekki á sig fá. Þeir félagar höfðu farið til New York til að kynna sér írska pöbba og sækja sér innblástur varðandi útlit og stemningu fyrir staðinn. Í kjölfar ferðarinnar völdu þeir nafnið Dead Rabbit, en þar sem annar staður ber það nafn fengu þeir ábendingu um að þetta væri ekki við hæfi og ákváðu þeir því að breyta nafni barsins. „Okkur bárust þær fréttir að eigendur The Dead Rabbit í New York væru ekki sáttir og teldu okkur vera að herma eftir þeim. Í framhaldinu fengum við frekar neikvæða umfjöllun frá öðrum bareigendum í Reykjavík . Eftir talsverðar vangaveltur tókum við þá ákvörðun að breyta nafninu í Drunk Rabbit Irish Pub, enda er miklu betra að vera fullur heldur en dauður,“ segir Andrés léttur í bragði. Á staðnum verður boðið upp á fjölbreyttan kokteilaseðil en þeir félagar hafa fengið í lið við sig reynda barþjóna sem hafa hannað kokteilaseðil þar sem er að finna yfir tuttugu mismundi kokteila. Auk þess hyggjast þeir bjóða upp fjölbreytt úrval bjórtegunda. Allt á staðnum eru upprunalegar antikvörur frá Írlandi og óhætt að segja að ásýnd staðarins beri mann hálfa leið til Írlands. „Ég hannaði staðinn ásamt Ómari og lagði mikið upp úr því að lúkkið á staðnum yrði í anda írskra pöbba, ég er með mikið af flottum antikhúsgögnum frá Írlandi, heildarlúkkið á staðnum er svokallað „old fashion“. Við lögðum mikla áherslu á það að staðurinn væri fyrir alla, bæði skemmtilega stelpnahópa sem vilja setjast niður og fá sér flotta viskíkokteila að írskum sið og fyrir þá sem vilja kíkja með félögunum eftir vinnu og horfa jafnvel á skemmtilega íþróttaviðburði en við ætlum að sýna alla stóru íþróttaviðburðina sem fram undan eru,“ segir Andrés og bætir við að hann sé mjög ánægður með útkomuna. Þeir Andrés og Ómar Ingimarsson eru ekki að opna bar í fyrsta skipti en þeir ráku staðinn Brooklyn Bar sem var í sama húsnæði. „Við opnuðum Brooklyn Bar, það gekk ekki alveg eins og ætlað var, en við lærðum af reynslunni. Brooklyn Bar þróaðist hálf partinn í hamborgarastað en það var alls ekki ætlunin. Við tókum því ákvörðun um að loka staðnum og byrja upp á nýtt; á Drunk Rabbit komum við einungis til með að bjóða upp á snarl með drykkjunum,“ segir Andrés fullur bjartsýni.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira