Ný lausn fyrir fólk með heilaskaða Guðrún Harpa Heimisdóttir og Dís Gylfadóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Marsmánuður er um allan heim tileinkaður fólki með ákominn heilaskaða. Við fögnum því framtaki mjög og ekki að tilefnislausu. Þekkingunni innan heilbrigðisgeirans, félagslega kerfisins, hjá stjórnvöldum og meðal almennings er afar ábótavant. Hvar sem við komum inn með fræðslu um ákominn heilaskaða verður fólk eitt spurningarmerki í framan og flestir eru sammála um eitt: þessi hópur hefur algerlega gleymst í umræðunni og kerfinu. Áverkar á höfði eru taldir ein algengasta ástæða heilsufarsvanda hjá börnum og ungu fólki á Vesturlöndum og er Ísland þar engin undantekning. Áætla má að um 500 einstaklingar hér á landi séu með heilaskaða af völdum slysa, líkamsárása, íþróttameiðsla og falla. Talið er að af þeim fjölda þurfi um 80 einstaklingar á sérhæfðri endurhæfingu að halda. Heilaskaði er dulin fötlun sem sést yfirleitt ekki utan á fólki en getur haft víðtæk áhrif og gjörbreytt lífi einstaklingsins og haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og framtíðaráform. Mikill skortur er á upplýsingum og faglegri ráðgjöf til einstaklinga og aðstandenda. Í dag er töluverður fjöldi án greiningar og viðeigandi meðferðar sem leiðir til verulega aukinnar hættu hvað varðar geðræn vandamál og ýmiss konar áhættuhegðun.Höfuðhúsið Í umræðunni um heilbrigðismál er mikilvægt að öllum sé sinnt, hvort sem áverkarnir eru sýnilegir eða ekki. Í dag er engin langtímaendurhæfing í boði á Íslandi fyrir fólk með ákominn heilaskaða, enginn samastaður þar sem fólk getur nálgast fræðslu eða námskeið og fengið hjálp við að fóta sig við breyttar aðstæður. Við erum 20-30 árum á eftir nágrannalöndunum þegar kemur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp. Við hjá Hugarfari viljum koma á fót endurhæfingar- og fræðslumiðstöð fyrir fólk með ákominn heilaskaða. Miðstöðin bæri heitið Höfuðhúsið og byggir annars vegar á danskri fyrirmynd og hugmyndafræði club-house hreyfingarinnar og hins vegar á breskri fyrirmynd, heilaskaðamiðstöð sem fólk hefur aðgang að ævilangt. Í Höfuðhúsinu gæfist einstaklingum og aðstandendum tækifæri til að fá þjónustu fagfólks, fá fræðslu og hitta aðra í sömu sporum. Einstaklingum gæfist kostur á að taka þátt í vinnusamfélagi, leggja sitt af mörkum til að reka starfsemina og finna styrkleika sína í leiðinni. Fólk leggur af mörkum það sem það er fært um en hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina. Þar verður áhersla lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna.Virkir þátttakendur í samfélaginu á ný Tilgangur Höfuðhússins er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Einstaklingar sem hljóta heilaskaða þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný og þá aðstoð eigum við sem samfélag að veita. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að verða aftur virkur þátttakandi í samfélaginu, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur einnig fyrir samfélagið í heild. Nú er kominn tími til að tekið verði á þessum málum, mótuð verði stefna í málefnum fólks með ákominn heilaskaða og boðið verði upp á endurhæfingarúrræði við hæfi. Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Marsmánuður er um allan heim tileinkaður fólki með ákominn heilaskaða. Við fögnum því framtaki mjög og ekki að tilefnislausu. Þekkingunni innan heilbrigðisgeirans, félagslega kerfisins, hjá stjórnvöldum og meðal almennings er afar ábótavant. Hvar sem við komum inn með fræðslu um ákominn heilaskaða verður fólk eitt spurningarmerki í framan og flestir eru sammála um eitt: þessi hópur hefur algerlega gleymst í umræðunni og kerfinu. Áverkar á höfði eru taldir ein algengasta ástæða heilsufarsvanda hjá börnum og ungu fólki á Vesturlöndum og er Ísland þar engin undantekning. Áætla má að um 500 einstaklingar hér á landi séu með heilaskaða af völdum slysa, líkamsárása, íþróttameiðsla og falla. Talið er að af þeim fjölda þurfi um 80 einstaklingar á sérhæfðri endurhæfingu að halda. Heilaskaði er dulin fötlun sem sést yfirleitt ekki utan á fólki en getur haft víðtæk áhrif og gjörbreytt lífi einstaklingsins og haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og framtíðaráform. Mikill skortur er á upplýsingum og faglegri ráðgjöf til einstaklinga og aðstandenda. Í dag er töluverður fjöldi án greiningar og viðeigandi meðferðar sem leiðir til verulega aukinnar hættu hvað varðar geðræn vandamál og ýmiss konar áhættuhegðun.Höfuðhúsið Í umræðunni um heilbrigðismál er mikilvægt að öllum sé sinnt, hvort sem áverkarnir eru sýnilegir eða ekki. Í dag er engin langtímaendurhæfing í boði á Íslandi fyrir fólk með ákominn heilaskaða, enginn samastaður þar sem fólk getur nálgast fræðslu eða námskeið og fengið hjálp við að fóta sig við breyttar aðstæður. Við erum 20-30 árum á eftir nágrannalöndunum þegar kemur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp. Við hjá Hugarfari viljum koma á fót endurhæfingar- og fræðslumiðstöð fyrir fólk með ákominn heilaskaða. Miðstöðin bæri heitið Höfuðhúsið og byggir annars vegar á danskri fyrirmynd og hugmyndafræði club-house hreyfingarinnar og hins vegar á breskri fyrirmynd, heilaskaðamiðstöð sem fólk hefur aðgang að ævilangt. Í Höfuðhúsinu gæfist einstaklingum og aðstandendum tækifæri til að fá þjónustu fagfólks, fá fræðslu og hitta aðra í sömu sporum. Einstaklingum gæfist kostur á að taka þátt í vinnusamfélagi, leggja sitt af mörkum til að reka starfsemina og finna styrkleika sína í leiðinni. Fólk leggur af mörkum það sem það er fært um en hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina. Þar verður áhersla lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna.Virkir þátttakendur í samfélaginu á ný Tilgangur Höfuðhússins er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Einstaklingar sem hljóta heilaskaða þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný og þá aðstoð eigum við sem samfélag að veita. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að verða aftur virkur þátttakandi í samfélaginu, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur einnig fyrir samfélagið í heild. Nú er kominn tími til að tekið verði á þessum málum, mótuð verði stefna í málefnum fólks með ákominn heilaskaða og boðið verði upp á endurhæfingarúrræði við hæfi. Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar