Samkeppni rokkar Dóra Sif Tynes skrifar 28. október 2016 07:00 Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Dóra Sif Tynes Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar