Samningslaus í eitt ár – hvernig má það vera? Þórður Á. Hjaltested skrifar 28. október 2016 00:00 Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun