Samningslaus í eitt ár – hvernig má það vera? Þórður Á. Hjaltested skrifar 28. október 2016 00:00 Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar