Samningslaus í eitt ár – hvernig má það vera? Þórður Á. Hjaltested skrifar 28. október 2016 00:00 Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa mun lægri laun en aðrir kennarahópar hér á landi. Þetta sýna launakannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og nú síðast á haustmánuðum. Þessi staða á við hjá bæði kennurum og stjórnendum innan Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og staðreyndin er að laun þeirra dragast stöðugt aftur úr öðrum hópum og bilið eykst þar sem sveitarfélögin sjá sér ekki fært að semja við FT. Við þetta verður ekki unað. Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að kjör allra félagsmanna FT verði leiðrétt. Fordæmin eru til staðar. Engin rök eru fyrir núverandi launamun milli sambærilegra hópa. KÍ skorar á viðsemjendur sína, í þessu tilfelli sveitarfélögin, að koma að samningaborðinu af fullri alvöru og hlusta á röksemdir samninganefndar FT. Einkum verða sveitarfélögin að taka tillit til þeirrar stöðu sem skapaðist við hrunið árið 2008 og að í kjölfar þess var FT samningslaust um langa hríð. Segja má að FT hafi misst úr eina samningagerð í samanburði við viðmiðunarhópa á þessum tíma. Þetta hefur leitt til þess að félagsmenn FT hafa dregist aftur úr samanburðarhópum. FT reyndi að fá þetta lagfært með verkfallsaðgerðum haustið 2014 en tókst ekki að fullu. Nú er fjárhagsleg staða sveitarfélaga betri og allar líkur á að hún verði áfram batnandi. Því ætti að vera hægt að semja um hærri laun við félagsmenn FT. Krafan er að laun tónlistarskólakennara verði leiðrétt þegar í stað og þau verði í takt við laun annarra kennara í landinu. Í þessu sambandi þurfa launagreiðendur að hafa í huga að lág laun kennara eru ekki einkamál þeirra. Nú er svo komið að unga fólkið velur ekki nám til kennsluréttinda. Verði ekkert að gert blasir við kennaraskortur í landinu að fáum árum liðnum. Hinn raunverulegi vandi liggur í því að á sama tíma og yfirvöld marka sér hástemmda stefnu í menntamálum fylgir henni aldrei nægjanlegt fjármagn. Tónlistarskólarnir hafa um langt árabil búið við fjárskort. Það er því risavaxið verkefni sem blasir við í dag – verkefni sem er krefjandi og felur ekki í sér neinar töfralausnir. Það þarf einfaldlega að setja meiri fjármuni í tónlistarskólana og hefjast þegar í stað handa við að leiðrétta kjör kennara og stjórnenda og ljúka gerð kjarasamnings við FT. Heilt ár án kjarasamnings er meira en góðu hófi gegnir. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn og viðsemjendur KÍ (FT) standi með tónlistarskólunum og því metnaðarfulla og gjöfula starfi sem þar fer fram á hverjum degi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun