Skuggaþegnar samfélagsins Sigurjón Sumarliði Guðmundsson skrifar 28. október 2016 00:00 Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun