Computer says NO – um orð og efndir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun