Computer says NO – um orð og efndir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru sett fram markmið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþingmanns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á landsbyggðinni vegna stórfelldra launahækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á landsbyggðinni þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustufall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslustöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framangreindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggðinni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áframhaldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þessari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram markmiðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi?
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun