Fréttastofan AP átti í samstarfi við nasista Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. mars 2016 07:00 Aðdáendur Adolfs Hitlers fylgjast með honum skoða herlið sitt árið 1937. Nordicphotos/AFP Bandaríska fréttastofan Associated Press, AP, gerði á fjórða áratug síðustu aldar formlegan samning við nasistastjórn Hitlers í Þýskalandi. Samningurinn fól í sér að fréttastofan fékk sent efni beint frá áróðursmálaráðuneyti Hitlers. Jafnframt notaði fréttastofan ljósmyndir frá áróðursráðuneytinu í fréttaflutningi sínum vestra. Þessi samningur gerði fréttastofunni kleift að starfa áfram í Þýskalandi allt þar til Bandaríkin hófu þátttöku í stríði bandamanna gegn Þýskalandi árið 1941. Breska dagblaðið The Guardian skýrði frá þessu á vefsíðum sínum og vitnar í rannsókn þýska sagnfræðingsins Harriet Scharnberg, sem birt er í tímaritinu Zeithistorische Forschungen. AP var eina fréttastofan frá enskumælandi landi sem átti í samstarfi við nasistastjórnina í Þýskalandi eftir árið 1935. Scharnberg skýrir frá því að AP-fréttastofan hafi þurft að lofa nasistum því skriflega að birta ekki neitt efni sem væri til þess fallið að grafa undan styrk þýsku stjórnarinnar, hvort heldur í Þýskalandi eða erlendis. Í yfirlýsingu frá AP er því alfarið hafnað að fréttastofan hafi aðstoðað nasistastjórnina vísvitandi: „Rétt lýsing er sú að AP og aðrar erlendar fréttastofur urðu fyrir miklum þrýstingi frá nasistastjórninni allt frá því að Hitler komst til valda árið 1932 og þangað til AP var rekin frá Þýskalandi árið 1941. Yfirstjórn AP veitti þessum þrýstingi viðnám en vann að því að safna nákvæmum, mikilvægum og óhlutdrægum fréttum á myrkum og hættulegum tímum.“ Sumar ljósmyndir AP-fréttastofunnar voru engu að síður notaðar í grímulausan hatursáróður nasistastjórnarinnar gegn gyðingum. Til dæmis var mynd AP-fréttastofunnar af Fiorello LaGuardia, þáverandi borgarstjóra New York, notuð á forsíðu áróðursbæklings nasista um gyðinga í Bandaríkjunum. Þá eru myndskreytingar frá AP notaðar í nasistabæklingi, sem hét Der Untermensch. Báðir bæklingarnir fengu mikla útbreiðslu í Þýskalandi og innihéldu ófagran áróður um fólk sem nasistar vildu útrýma. „Þótt samningurinn við AP hafi gert Vesturlöndum kleift að gægjast inn í kúgunarsamfélag sem annars hefði hugsanlega verið algerlega hulið sjónum fólks,“ segir í frásögn The Guardian, „þá gerði samkomulagið nasistum einnig kleift að breiða yfir suma af glæpum sínum.“ Þeirri spurningu er velt upp, hvernig tengslum AP við suma harðstjóra nútímans sé háttað. Árið 2012 opnaði AP til dæmis skrifstofu í Norður-Kóreu, fyrst vestrænna fréttastofa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Associated Press, AP, gerði á fjórða áratug síðustu aldar formlegan samning við nasistastjórn Hitlers í Þýskalandi. Samningurinn fól í sér að fréttastofan fékk sent efni beint frá áróðursmálaráðuneyti Hitlers. Jafnframt notaði fréttastofan ljósmyndir frá áróðursráðuneytinu í fréttaflutningi sínum vestra. Þessi samningur gerði fréttastofunni kleift að starfa áfram í Þýskalandi allt þar til Bandaríkin hófu þátttöku í stríði bandamanna gegn Þýskalandi árið 1941. Breska dagblaðið The Guardian skýrði frá þessu á vefsíðum sínum og vitnar í rannsókn þýska sagnfræðingsins Harriet Scharnberg, sem birt er í tímaritinu Zeithistorische Forschungen. AP var eina fréttastofan frá enskumælandi landi sem átti í samstarfi við nasistastjórnina í Þýskalandi eftir árið 1935. Scharnberg skýrir frá því að AP-fréttastofan hafi þurft að lofa nasistum því skriflega að birta ekki neitt efni sem væri til þess fallið að grafa undan styrk þýsku stjórnarinnar, hvort heldur í Þýskalandi eða erlendis. Í yfirlýsingu frá AP er því alfarið hafnað að fréttastofan hafi aðstoðað nasistastjórnina vísvitandi: „Rétt lýsing er sú að AP og aðrar erlendar fréttastofur urðu fyrir miklum þrýstingi frá nasistastjórninni allt frá því að Hitler komst til valda árið 1932 og þangað til AP var rekin frá Þýskalandi árið 1941. Yfirstjórn AP veitti þessum þrýstingi viðnám en vann að því að safna nákvæmum, mikilvægum og óhlutdrægum fréttum á myrkum og hættulegum tímum.“ Sumar ljósmyndir AP-fréttastofunnar voru engu að síður notaðar í grímulausan hatursáróður nasistastjórnarinnar gegn gyðingum. Til dæmis var mynd AP-fréttastofunnar af Fiorello LaGuardia, þáverandi borgarstjóra New York, notuð á forsíðu áróðursbæklings nasista um gyðinga í Bandaríkjunum. Þá eru myndskreytingar frá AP notaðar í nasistabæklingi, sem hét Der Untermensch. Báðir bæklingarnir fengu mikla útbreiðslu í Þýskalandi og innihéldu ófagran áróður um fólk sem nasistar vildu útrýma. „Þótt samningurinn við AP hafi gert Vesturlöndum kleift að gægjast inn í kúgunarsamfélag sem annars hefði hugsanlega verið algerlega hulið sjónum fólks,“ segir í frásögn The Guardian, „þá gerði samkomulagið nasistum einnig kleift að breiða yfir suma af glæpum sínum.“ Þeirri spurningu er velt upp, hvernig tengslum AP við suma harðstjóra nútímans sé háttað. Árið 2012 opnaði AP til dæmis skrifstofu í Norður-Kóreu, fyrst vestrænna fréttastofa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira