Porsche hologram þrívíddarauglýsing í tímariti Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 12:45 Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent