Porsche hologram þrívíddarauglýsing í tímariti Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 12:45 Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent
Þegar fyrirtæki framleiðir heimsins bestu sportbíla vill það að sjálfsögðu láta heimsbyggðina vita af því og fyrir hvað bílar þeirra standa. En þá liggur líka beinast við að búa til heimsins athygliverðustu auglýsingu. Það hefur Porsche ef til vill tekist með tímaritaauglýsingu um nýjan Porsche 911. Með tímaritinu fylgir nefnilega fjórhliða prisma-laga glært form sem áskrifendur blaðsins geta sett saman með einu handtaki. Það er síðan lagt ofan á lófatölvu og kveikt á kynningarmyndskeiði um 911 bílinn og með því varpast það uppá formið og spilast í þrívídd. Þetta má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Það var auglýsingastofan Cramer-Krasselt sem bjó til þessa auglýsingu og hennar njóta nú 50.000 áskrifendur aprílútgáfu tímaritsins Fast Company.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent