Rosberg vann sína fjórðu keppni í röð. Hamilton hefur þurft að sætta sig við að lúta í lægra haldi fyrir honum síðan í Austin Texas þegar Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitil síðasta árs. Rosberg tekur forystuna í heimsmeistarakeppninni.
Hamilton átti afleidda ræsingu af ráspól, hann tapaði fimm sætum í fyrstu beygju. Sebastian Vettel tók forystuna fyrir Ferrari með góðri ræsingu, liðsfélagi hans Kimi Raikkonen var annar eftir ræsinguna. Nico Rosberg á Mercedes var þriðji eftir ræsinguna.
Mismunandi keppnisáætlanir skiluðu spennandi keppni frá upphafi til enda um alla braut, fremst, í miðjunni og aftast. Árekstur Fernando Alonso og Esteban Gutierrez leiddi til þess að keppnin var stöðvuð sem ruglaði keppnisáætlunum liðanna.
Þrír ökumenn þreyttu frumraun sína í Formúlu 1 keppni í dag. Jolyon Palmer á Renault og Manor ökumennirnir Rio Haryanto og Pascal Wehrlein. Bíll Haryanto bilaði og hann þurfti að hætta keppni. Haas F1 liðið tók líka þátt í sinni fyrstu keppni í dag.

Á daginn kom að Daniil Kvyat á Red Bull missti af ræsingunni, hann stöðvaði aftast á ráslínunni og aðrir fóru annan upphitunarhring.
Hamilton hóf að vinna sig upp listann og tók fram úr Felipe Massa á Williams, frekar auðveldlega en Max Verstappen á Toro Rosso olli heimsmeistaranum vandræðum í upphafi keppninnar.
Hamilton sagði í talstöðinni „ég kemst ekki fram úr honum.“ Liðið sagði að hann yrði þá lengur á þessum dekkjum.
Rosberg kom inn á þjónustusvæði á 13. hring og rétt komst út á brautina á undan Nico Hulkenberg. Vettel kom svo inn á næsta hring en náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Raikkonen fékk ofurmjúk dekk undir á 16. hring og Hamilton millihörð dekk.
Alonso og Gutierrez lentu í samstuði á 17. hring. Keppnin var stöðvuð, rauðum flöggum veifað og aðrir bílar sendir inn á þjónustusvæðið í halarófu. Ökumenn stigu upp úr bílunum og liðin máttu þjónusta bílana að vild.
Við endurræsingu voru Ferrari menn á ofurmjúkum dekkjum en Mercedes á millihörðum dekkjum. Vettel leiddi og Raikkonen var þriðji með Rosberg á milli í öðru sæti. Mercedes var að veðja á að meðalhörðu dekkin kæmu þeim í endamark.
Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 22. hring. Það logaði eldur í loftinntakinu fyrir ofan höfuð Raikkonen. Hann var þriðji en þurfti að hætta keppni.
Ofurmjúku dekkin dugðu Vettel ekki til að mynda bil fyrir annað þjónustuhlé. Ferrari gerði mistök við dekkjaval þegar keppnin var stöðvuð. Vettel kom inn á 35. hring og fékk mjúk dekk undir í hægu þjónustuhléi. Vettel kom út í fjórða sæti, rúmum 20 sekúndum á eftir Rosberg sem leiddi keppnina.
Hamilton náði öðru sæti á hring 42 með því að taka fram úr Ricciardo á Red Bull. Ricciardo kom svo fljótlega inn og efstu þrír voru þá Rosberg, Hamilton og Vettel. Þannig hélst staðan til loka en Hamilton gerði mistök sem hleyptu Vettel afar nálægt honum. Hins vegar gerði Vettel svo sín eigin mistök sem gerði út um baráttuna um annað sæti.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir sem á líður.
Formúlu 1 keppnistímabilið hófst í Ástralíu um helgina. Tryggðu þér áskrift á 365.is.