Íslenska er undirstaðan Þórir Guðmundsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl. Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismunandi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna. Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norskukennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn meiri stuðning. Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varðar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, samkvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis, sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í málaskóla. Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangursríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild. Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðugleika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst samskipta við heimamenn. Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikilvægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangursríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta. Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun