Lækkum vaxtabyrði heimila um 560.000-675.000 kr. á ári Guðjón Sigurbjartsson skrifar 13. október 2016 07:00 Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun