Ferðamenn eiga að borga Eva Baldursdóttir skrifar 19. ágúst 2016 10:40 Fjöldi erlendra ferðamanna hefur þrefaldast síðustu fimm ár. Um 1.5 milljón ferðamanna koma til landsins í ár samkvæmt spám en í fyrra komu tæplega 1.3 milljón. Íbúafjöldi yfir háannatíma vel tvöfaldast á Ísland sem þýðir að aukið álag er á alla innviði, svo sem vegakerfið, náttúruna, ferðamannasvæði, sundlaugar og jafnvel heilbrigðiskerfið ef því er að skipta. Við skattgreiðendur borgum fyrir þessa innviði og rekstur. Aukin neysla vegna ferðamannafjöldans skilar þó auknum tekjum í formi virðisaukaskatts í ríkissjóð, eðlilega enda eykst neyslan sem nemur fjöldanum, en milli ára var 12 milljarða aukning á tekjunum eða yfir 20% á tveimur árum. Sveitarfélögin snuðuð Eina gjalddtakan á ferðamenn er nú á grundvelli laga um gistináttaskatt en 100 kr. eru teknar per nótt á hótelherbergi. Það er mjög lág tala í erlendum samanburði og skilaði einungis um 905 milljónum í ríkissjóð á árunum 2012-2015. Í flestum löndum er rukkað ákveðið gistináttagjald, sem ýmist rennur til ríkissjóð eða sveitarfélags. Samkvæmt úttekt www.turisti.is hefðu tekjurnar verið 2,3 milljarðar sl. 4 ár ef sambærilegt gjald væri lagt á og í París. Ef viðmiðið væri Róm þá hefðu tekjurnar orðið um 5,6 milljarðar síðustu 4 ár eða nærri því sex sinnum hærri tekjum en hér á landi. Ljóst er að ríkissjóður hefði geta innheimt a.m.k. 2 milljarða á þessu tímabili til viðbótar væri skatturinn 300 kr., en þá fjármuni hefði sannarlega mátt nýta t.d. til að bæta vegakerfi landsins. Sveitarfélög fá hins vegar ekki hluta af þessum auknu tekjum sem er æði undarlegt. Í fyrsta lagi fara sveitarfélögin að mestu með þá málaflokka sem á reynir t.d. eins og aukin þrif og viðhald innan bæjar- og borgarmarka, rekstur safna og sundlauga, hluta af vegakerfi og svo framvegis. Í öðru lagi má færa sterk rök fyrir því að sveitarfélögin séu best í stakk búin til að meta hvar uppbyggingar sé þörf á grundvelli nálægðarsjónarmiða. Sveitarfélögin, sem eiga mörg í vanda við rekstur vegna fjárskorts, eiga því að taka á sig þennan bita, á meðan ríkissjóður bólgnar út vegna neyslu ferðamanna. Og nýjasta útspil ríkisstjórnar er að hafa frekari tekjur af sveitarfélögum, vegna séreignarsparnaðar leiðarinnar þ.e. fyrsta fasteign. Er þetta byggðastefna ríkisstjórnarinnar? Getuleysi ráðherra Ráðherra ferðamála hefur ekki skilað raunhæfri lausn við aukna gjaldtöku á ferðamenn til að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og tryggja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar, þó hefur hann haft 3 ár til verksins. Eina haldbæra breytingin var að stofnað var til frekari ríkisútgjalda með nýrri stjórnstöð ferðamála, þó það kunni að vera gott fyrir heildaryfirsýn greinarinnar leysir það ekki gjaldtöku þáttinn, og náttúrupassanum var hafnað. Ekki er ljóst hvort ráðherrann hefur unnið að annarri útfærslu síðan þá þó eflaust sé einhver vinna í gangi. Lög um gistináttaskatt var þó komið á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nokkrar leiðir eru færar til að leysa þetta mál og ættu ekki að vera tæknilega flóknar. T.d. að veita sveitarfélögum eyrnamerktar fjárveitingar til uppbyggingar vegna aukinna tekna af vaski, breyta lögum um gistináttaskatt og hækka upp í t.d. 300-400 kr. eða gefa sveitarfélögum lagaheimild til að innheimta gistináttagjald. Ferðamenn eiga að borga fyrir afnot af náttúru, þjónustu og rekstri sem er niðurgreiddur af skattgreiðendum, rétt eins og við gerum í ferðalögum okkar erlendis. Taka þarf ákvörðun. Nóg er búið að skrifa og skoða. Algjört getuleysi í gjaldtöku er ekki boðlegt þegar gengið er á innviði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fjöldi erlendra ferðamanna hefur þrefaldast síðustu fimm ár. Um 1.5 milljón ferðamanna koma til landsins í ár samkvæmt spám en í fyrra komu tæplega 1.3 milljón. Íbúafjöldi yfir háannatíma vel tvöfaldast á Ísland sem þýðir að aukið álag er á alla innviði, svo sem vegakerfið, náttúruna, ferðamannasvæði, sundlaugar og jafnvel heilbrigðiskerfið ef því er að skipta. Við skattgreiðendur borgum fyrir þessa innviði og rekstur. Aukin neysla vegna ferðamannafjöldans skilar þó auknum tekjum í formi virðisaukaskatts í ríkissjóð, eðlilega enda eykst neyslan sem nemur fjöldanum, en milli ára var 12 milljarða aukning á tekjunum eða yfir 20% á tveimur árum. Sveitarfélögin snuðuð Eina gjalddtakan á ferðamenn er nú á grundvelli laga um gistináttaskatt en 100 kr. eru teknar per nótt á hótelherbergi. Það er mjög lág tala í erlendum samanburði og skilaði einungis um 905 milljónum í ríkissjóð á árunum 2012-2015. Í flestum löndum er rukkað ákveðið gistináttagjald, sem ýmist rennur til ríkissjóð eða sveitarfélags. Samkvæmt úttekt www.turisti.is hefðu tekjurnar verið 2,3 milljarðar sl. 4 ár ef sambærilegt gjald væri lagt á og í París. Ef viðmiðið væri Róm þá hefðu tekjurnar orðið um 5,6 milljarðar síðustu 4 ár eða nærri því sex sinnum hærri tekjum en hér á landi. Ljóst er að ríkissjóður hefði geta innheimt a.m.k. 2 milljarða á þessu tímabili til viðbótar væri skatturinn 300 kr., en þá fjármuni hefði sannarlega mátt nýta t.d. til að bæta vegakerfi landsins. Sveitarfélög fá hins vegar ekki hluta af þessum auknu tekjum sem er æði undarlegt. Í fyrsta lagi fara sveitarfélögin að mestu með þá málaflokka sem á reynir t.d. eins og aukin þrif og viðhald innan bæjar- og borgarmarka, rekstur safna og sundlauga, hluta af vegakerfi og svo framvegis. Í öðru lagi má færa sterk rök fyrir því að sveitarfélögin séu best í stakk búin til að meta hvar uppbyggingar sé þörf á grundvelli nálægðarsjónarmiða. Sveitarfélögin, sem eiga mörg í vanda við rekstur vegna fjárskorts, eiga því að taka á sig þennan bita, á meðan ríkissjóður bólgnar út vegna neyslu ferðamanna. Og nýjasta útspil ríkisstjórnar er að hafa frekari tekjur af sveitarfélögum, vegna séreignarsparnaðar leiðarinnar þ.e. fyrsta fasteign. Er þetta byggðastefna ríkisstjórnarinnar? Getuleysi ráðherra Ráðherra ferðamála hefur ekki skilað raunhæfri lausn við aukna gjaldtöku á ferðamenn til að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og tryggja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar, þó hefur hann haft 3 ár til verksins. Eina haldbæra breytingin var að stofnað var til frekari ríkisútgjalda með nýrri stjórnstöð ferðamála, þó það kunni að vera gott fyrir heildaryfirsýn greinarinnar leysir það ekki gjaldtöku þáttinn, og náttúrupassanum var hafnað. Ekki er ljóst hvort ráðherrann hefur unnið að annarri útfærslu síðan þá þó eflaust sé einhver vinna í gangi. Lög um gistináttaskatt var þó komið á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nokkrar leiðir eru færar til að leysa þetta mál og ættu ekki að vera tæknilega flóknar. T.d. að veita sveitarfélögum eyrnamerktar fjárveitingar til uppbyggingar vegna aukinna tekna af vaski, breyta lögum um gistináttaskatt og hækka upp í t.d. 300-400 kr. eða gefa sveitarfélögum lagaheimild til að innheimta gistináttagjald. Ferðamenn eiga að borga fyrir afnot af náttúru, þjónustu og rekstri sem er niðurgreiddur af skattgreiðendum, rétt eins og við gerum í ferðalögum okkar erlendis. Taka þarf ákvörðun. Nóg er búið að skrifa og skoða. Algjört getuleysi í gjaldtöku er ekki boðlegt þegar gengið er á innviði landsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar