Endurreisum heilbrigðiskerfið Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Íslenska heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög hátt skrifuð hvað gæði og árangur varðar í alþjóðlegum samanburði og innan þess starfar mjög faglegt starfsfólk. Heilbrigðisþjónustan býr við gamalt húsnæði, úrelt tæki og fjársvelti. Á næstu árum þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fyrst og fremst þarf að auka hlut hins opinbera í fjármögnun á heilbrigðisþjónustu. Í dag er hlutur heilbrigðisþjónustu, bæði opinberra aðila og heimila um 8,7% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þetta hlutfall er lægra en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Til að ná sama hlutfalli og gerist í hinum norrænu ríkjunum þarf það að hækka í a.m.k. í 10,5% af VLF. Ef heilbrigðisútgjöld væru um 10,5% af VLF væru þau um 35 milljörðum hærri en þau eru í dag. Það munar um minna. Það má skynja í umræðu í samfélaginu að vaxandi skilningur sé fyrir því að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar en það skiptir máli hvernig hugsanleg aukning þarf að skila sér til heilbrigðismála. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu verði innan viðráðanlegra marka, þ.e. að heildarkostnaður einstaklings á ári verði ekki hindrun fyrir því að viðkomandi leiti til heilbrigðisþjónustu eða kaupi lyf. Þetta kallar á hagræðingu um leið og greitt verði fyrir ákveðna heilbrigðisþætti eins og sálfræðiþjónustu eða verkja- og sýklalyf sem í dag er fyrir utan greiðsluþátttöku ríkisins. Í öðru lagi þarf að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu ef ekki þurfi á bráðaþjónustu að halda. Það þarf að gera fólki kleift að fá sinn „heimilislækni“ á sinni heilsugæslustöð og ef læknir vísar fólki áfram til sérfræðings verði það því að kostnaðarlausu. Aftur á móti standi fólki til boða að leita beint til sérfræðilækna en þá þurfi að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu. Það þarf að auka þjónustusvið heilsugæslunnar á þann hátt að í boði verði þjónusta sjúkraþjálfa, sál-, næringar- og heilsufræðinga sem sinna viðkomandi varðandi hreyfingu og mataræði. Í þriðja lagi þarf að halda áfram með byggingaráætlanir á nýjum Landspítala við Hringbraut og setja kraft í framkvæmdir svo dýrmætur tími fari ekki til spillis við að taka nýja spítalann í notkun, öllum landsmönnum til góða. Til viðbótar framkvæmdum við nýjan spítala þarf að tryggja fé til tækjakaupa þannig að spítalinn búi jafnan við bestu tæki sem í boði eru. Í fjórða lagi þarf að ráðast í byggingu á 80-100 hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta gríðarlegri eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. Vanræksla undanfarinna ára að bregðast við þessari þörf hefur haft þau áhrif að um 50 sjúklingar sem alla jafnan ættu að liggja í hjúkrunarrýmum liggja „rúmfastir“ í dýrum rýmum á Landspítalanum. Ástandið varðandi hjúkrunarrými er einna verst á höfuðborgarsvæðinu. Þessu til viðbótar þarf að þróa nýjar leiðir, eins og samræmda þjónustu ríkis og sveitarfélaga við að veita eldri borgurum kost á að búa sem lengst í heimahúsum eins og hægt er með þróaðri félags- og hjúkrunarþjónustu. Í fimmta lagi þarf að samræma betur sjúkraflutninga á landsvísu. Það eru margir aðilar sem sinna sjúkraflutningum á Íslandi, t.d. sér slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á því svæði og starfsmenn heilbrigðisstofnana á Vesturlandi sjá um sjúkraflutninga á því svæði. Í lofti sér Landhelgisgæslan um bráðaflutninga og stundum einnig almenna sjúkraflutninga en flestum sjúkraflutningum í lofti er sinnt af einkafyrirtæki sem á eina flugvél. Það er eðlilegt að skoða hvort hægt er að samræma sjúkraflutninga í landinu betur í ljósi bættra samgagna og breyttra aðstæðna. Flest ofangreindra atriða eru þess eðlis að þau kalla á meiri fjármuni til heilbrigðisþjónustu. Það er í samræmi við vilja um 85 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir ákall um meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustu sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Ef hærra hlutfall af VLF (eins og kemur fram að ofan) myndi ganga eftir, myndi sú fjárhagslega styrking fara langleiðina með að fjármagna alla ofangreinda þætti sem ég hef nefnt. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög hátt skrifuð hvað gæði og árangur varðar í alþjóðlegum samanburði og innan þess starfar mjög faglegt starfsfólk. Heilbrigðisþjónustan býr við gamalt húsnæði, úrelt tæki og fjársvelti. Á næstu árum þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fyrst og fremst þarf að auka hlut hins opinbera í fjármögnun á heilbrigðisþjónustu. Í dag er hlutur heilbrigðisþjónustu, bæði opinberra aðila og heimila um 8,7% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þetta hlutfall er lægra en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Til að ná sama hlutfalli og gerist í hinum norrænu ríkjunum þarf það að hækka í a.m.k. í 10,5% af VLF. Ef heilbrigðisútgjöld væru um 10,5% af VLF væru þau um 35 milljörðum hærri en þau eru í dag. Það munar um minna. Það má skynja í umræðu í samfélaginu að vaxandi skilningur sé fyrir því að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar en það skiptir máli hvernig hugsanleg aukning þarf að skila sér til heilbrigðismála. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu verði innan viðráðanlegra marka, þ.e. að heildarkostnaður einstaklings á ári verði ekki hindrun fyrir því að viðkomandi leiti til heilbrigðisþjónustu eða kaupi lyf. Þetta kallar á hagræðingu um leið og greitt verði fyrir ákveðna heilbrigðisþætti eins og sálfræðiþjónustu eða verkja- og sýklalyf sem í dag er fyrir utan greiðsluþátttöku ríkisins. Í öðru lagi þarf að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu ef ekki þurfi á bráðaþjónustu að halda. Það þarf að gera fólki kleift að fá sinn „heimilislækni“ á sinni heilsugæslustöð og ef læknir vísar fólki áfram til sérfræðings verði það því að kostnaðarlausu. Aftur á móti standi fólki til boða að leita beint til sérfræðilækna en þá þurfi að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu. Það þarf að auka þjónustusvið heilsugæslunnar á þann hátt að í boði verði þjónusta sjúkraþjálfa, sál-, næringar- og heilsufræðinga sem sinna viðkomandi varðandi hreyfingu og mataræði. Í þriðja lagi þarf að halda áfram með byggingaráætlanir á nýjum Landspítala við Hringbraut og setja kraft í framkvæmdir svo dýrmætur tími fari ekki til spillis við að taka nýja spítalann í notkun, öllum landsmönnum til góða. Til viðbótar framkvæmdum við nýjan spítala þarf að tryggja fé til tækjakaupa þannig að spítalinn búi jafnan við bestu tæki sem í boði eru. Í fjórða lagi þarf að ráðast í byggingu á 80-100 hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta gríðarlegri eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. Vanræksla undanfarinna ára að bregðast við þessari þörf hefur haft þau áhrif að um 50 sjúklingar sem alla jafnan ættu að liggja í hjúkrunarrýmum liggja „rúmfastir“ í dýrum rýmum á Landspítalanum. Ástandið varðandi hjúkrunarrými er einna verst á höfuðborgarsvæðinu. Þessu til viðbótar þarf að þróa nýjar leiðir, eins og samræmda þjónustu ríkis og sveitarfélaga við að veita eldri borgurum kost á að búa sem lengst í heimahúsum eins og hægt er með þróaðri félags- og hjúkrunarþjónustu. Í fimmta lagi þarf að samræma betur sjúkraflutninga á landsvísu. Það eru margir aðilar sem sinna sjúkraflutningum á Íslandi, t.d. sér slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á því svæði og starfsmenn heilbrigðisstofnana á Vesturlandi sjá um sjúkraflutninga á því svæði. Í lofti sér Landhelgisgæslan um bráðaflutninga og stundum einnig almenna sjúkraflutninga en flestum sjúkraflutningum í lofti er sinnt af einkafyrirtæki sem á eina flugvél. Það er eðlilegt að skoða hvort hægt er að samræma sjúkraflutninga í landinu betur í ljósi bættra samgagna og breyttra aðstæðna. Flest ofangreindra atriða eru þess eðlis að þau kalla á meiri fjármuni til heilbrigðisþjónustu. Það er í samræmi við vilja um 85 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir ákall um meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustu sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Ef hærra hlutfall af VLF (eins og kemur fram að ofan) myndi ganga eftir, myndi sú fjárhagslega styrking fara langleiðina með að fjármagna alla ofangreinda þætti sem ég hef nefnt. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun