Afrakstur áratuga vinnu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 10:15 "Það voru níutíu rannsóknarstaðir sem ég kortlagði og kannaði fléttur á. Ég dreifði þeim um allt landið, út á ystu annes og inn til landsins,“ lýsir Hörður. Mynd/Auðunn Níelsson Mynsturskræpa, næturskóf, viðarskegg, tíglarein og fjallakúpa eru meðal nafna á fléttum (skófum) í náttúru Íslands. Hörður Kristinsson grasafræðingur lýsir þeim í máli og myndum í nýrri bók, ásamt 387 öðrum. Hún heitir Íslenskar fléttur og er sú fyrsta um þennan hluta flórunnar. Á bak við bókina er áratuga rannsóknarstarf Harðar sem nú nálgast áttrætt. Hann tók allar myndirnar í henni nema tvær, þær minna á listaverk eftir Kjarval. Hann hefur líka gefið flestum fléttunum nöfn eftir ákveðnu kerfi en gömul alþýðunöfn eins og álfabikar, engskóf og fjallagrös halda sér. Hörður segir upphafið að bókinni mega rekja til könnunar á landnámi gróðurs í Surtsey, meðal annars fléttna. „Sérfræðingar frá Bandaríkjunum töldu að til þess þyrfti að fá upplýsingar um fléttur á Íslandi í heild. Þá var ég við doktorsnám í líffræði í Þýskalandi og var fenginn til að rannsaka fléttuflóru Íslands sem var draumur minn. Því tók við tveggja sumra ferðalag um allt landið við að safna fléttum. Það var risastórt verkefni sem má þakka Surtsey.“ Nær 800 tegundir fléttna hafa fundist hér á landi og er alltaf að fjölga, að sögn Harðar. „Þó þurfa fléttur dálítinn tíma til að ná fótfestu því þær eru sambýli þörungs og svepps, sem flækir dálítið málið,“ lýsir hann. Hann segir fléttur forðast uppblástur og á móbergssvæðum sé mun minna um þær en á blágrýtissvæðum. „Við höfum bæði suðlægar tegundir og norðlægar, landrænar tegundir og úthafstegundir. Það er aðallega loftslagið sem ræður.“ Bókin er ekki í stóru broti og kemst vel í venjulegan bakpoka. „En það er svolítið þungur í henni pappírinn,“ segir Hörður. Þannig að hún sígur aðeins meira í en æskilegt væri.“ Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Sjá meira
Mynsturskræpa, næturskóf, viðarskegg, tíglarein og fjallakúpa eru meðal nafna á fléttum (skófum) í náttúru Íslands. Hörður Kristinsson grasafræðingur lýsir þeim í máli og myndum í nýrri bók, ásamt 387 öðrum. Hún heitir Íslenskar fléttur og er sú fyrsta um þennan hluta flórunnar. Á bak við bókina er áratuga rannsóknarstarf Harðar sem nú nálgast áttrætt. Hann tók allar myndirnar í henni nema tvær, þær minna á listaverk eftir Kjarval. Hann hefur líka gefið flestum fléttunum nöfn eftir ákveðnu kerfi en gömul alþýðunöfn eins og álfabikar, engskóf og fjallagrös halda sér. Hörður segir upphafið að bókinni mega rekja til könnunar á landnámi gróðurs í Surtsey, meðal annars fléttna. „Sérfræðingar frá Bandaríkjunum töldu að til þess þyrfti að fá upplýsingar um fléttur á Íslandi í heild. Þá var ég við doktorsnám í líffræði í Þýskalandi og var fenginn til að rannsaka fléttuflóru Íslands sem var draumur minn. Því tók við tveggja sumra ferðalag um allt landið við að safna fléttum. Það var risastórt verkefni sem má þakka Surtsey.“ Nær 800 tegundir fléttna hafa fundist hér á landi og er alltaf að fjölga, að sögn Harðar. „Þó þurfa fléttur dálítinn tíma til að ná fótfestu því þær eru sambýli þörungs og svepps, sem flækir dálítið málið,“ lýsir hann. Hann segir fléttur forðast uppblástur og á móbergssvæðum sé mun minna um þær en á blágrýtissvæðum. „Við höfum bæði suðlægar tegundir og norðlægar, landrænar tegundir og úthafstegundir. Það er aðallega loftslagið sem ræður.“ Bókin er ekki í stóru broti og kemst vel í venjulegan bakpoka. „En það er svolítið þungur í henni pappírinn,“ segir Hörður. Þannig að hún sígur aðeins meira í en æskilegt væri.“
Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Sjá meira