Hagkerfið berskjaldað fyrir áföllum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. október 2016 18:30 Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira