Fyrsta tap Stjörnunnar og báðir nýliðarnir á sigurbraut | Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 21:00 Carmen Tyson-Thomas var með þrennu. Vísir/Ósk Matthildur Arnarsdóttir Nýliðar Skallagríms og Njarðvíkur eru að byrja vel í Domino´s deild kvenna í körfubolta en bæði liðin fögnuðu sigri á heimavelli sínum í þriðju umferðinni í kvöld. Kvennalið Stjörnunnar tapaði aftur á móti sínum fyrsta leik á tímabilinu og hafa því öll liðin í deildinni tapað leik. Lið Skallagríms og Njarðvíkur hafa aftur á móti bæði unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í vetur en þau komu til baka í kvöld eftir tap í 2. umferðinni um síðustu helgi. Stjarnan var eina ósigraða liðið eftir tvær fyrstu umferðirnar en þær töpuðu fyrsta leiknum sínum í Ljónagryfjunni Njarðvík í kvöld. Njarðvík vann Stjörnuna með átta stigum, 86-78. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum í liði Njarðvíkur eins og í sigrinum á Val en hún var með þrennu á móti Stjörnunni í kvöld þar sem hún skoraði 37 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsdóttir var næststigahæst hjá Njarðvík með 18 stig. Skallagrímur vann Snæfell í fyrsta heimaleiknum og fylgdi því eftir með sigri á Grindavík í kvöld, 80-72. Skallagrímur hefur því unnið heimasigra á tveimur af bestu liðum deildarinnar í fyrstu þremur umferðunum. Tavelyn Tillman var með 36 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími í kvöld, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við 16 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 10 fráköst.Öll úrslitin í Domino´s deild kvenna í kvöld:Skallagrímur-Grindavík 80-72 (18-17, 23-20, 20-18, 19-17)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 21/4 fráköst, Ashley Grimes 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/9 fráköst, Ólöf Rún ladóttir 12, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 4, Hrund Skúladóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 86-78 (18-18, 21-16, 19-18, 28-26)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 37/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Heiða Björg Valdimarsdóttir 18, María Jónsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/7 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira
Nýliðar Skallagríms og Njarðvíkur eru að byrja vel í Domino´s deild kvenna í körfubolta en bæði liðin fögnuðu sigri á heimavelli sínum í þriðju umferðinni í kvöld. Kvennalið Stjörnunnar tapaði aftur á móti sínum fyrsta leik á tímabilinu og hafa því öll liðin í deildinni tapað leik. Lið Skallagríms og Njarðvíkur hafa aftur á móti bæði unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í vetur en þau komu til baka í kvöld eftir tap í 2. umferðinni um síðustu helgi. Stjarnan var eina ósigraða liðið eftir tvær fyrstu umferðirnar en þær töpuðu fyrsta leiknum sínum í Ljónagryfjunni Njarðvík í kvöld. Njarðvík vann Stjörnuna með átta stigum, 86-78. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum í liði Njarðvíkur eins og í sigrinum á Val en hún var með þrennu á móti Stjörnunni í kvöld þar sem hún skoraði 37 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsdóttir var næststigahæst hjá Njarðvík með 18 stig. Skallagrímur vann Snæfell í fyrsta heimaleiknum og fylgdi því eftir með sigri á Grindavík í kvöld, 80-72. Skallagrímur hefur því unnið heimasigra á tveimur af bestu liðum deildarinnar í fyrstu þremur umferðunum. Tavelyn Tillman var með 36 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími í kvöld, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við 16 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 10 fráköst.Öll úrslitin í Domino´s deild kvenna í kvöld:Skallagrímur-Grindavík 80-72 (18-17, 23-20, 20-18, 19-17)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 21/4 fráköst, Ashley Grimes 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/9 fráköst, Ólöf Rún ladóttir 12, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 4, Hrund Skúladóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 86-78 (18-18, 21-16, 19-18, 28-26)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 37/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Heiða Björg Valdimarsdóttir 18, María Jónsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/7 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira