Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 11:24 Mercedes Benz GLE. Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent