

Síld og fiskur
Með EES-samningnum árið 1994 var íslenskum fiskútflytjendum tryggður greiðari aðgangur að evrópskum mörkuðum. Tollar af ferskum þorsk- og ýsuflökum féllu niður, sem skapaði grundvöll fyrir aukinni vinnslu á ferskum afurðum hérlendis fyrir stóran erlendan markað. Fyrir vikið er meira magn en áður unnið hér á landi fyrir Evrópumarkað og verðmætið er mun meira. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarhag hefur verið ótvírætt á undanförnum tveimur áratugum, enda eru um 2/3 hlutar allra útfluttra sjávarafurða frá Íslandi seldir til Evrópu.
Tollaákvæðum í samningum milli Íslands og ESB hefur nokkrum sinnum verið breytt. Með breytingunum hefur aðgengið að innri markaði Evrópu aukist og samkeppnisstaða Íslands verið bætt. En betur má ef duga skal. Enn eru til staðar hindranir í viðskiptum við ESB í formi tolla á ýmsar tegundir sjávarafurða. Við hljótum að stefna að því að skapa forsendur fyrir frekara tollaafnámi, enda er mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að afrakstur af sjávarauðlindinni sé sem mestur. Að sem minnst af verðmætinu fari í greiðslu tolla í viðskiptum milli landa.
Talsverður vöxtur hefur verið í útflutningi á vöru og þjónustu síðastliðin ár. Aukningin hefur að mestu verið á sviði þjónustu og því er sérstaklega ánægjulegt að nú skapist tækifæri til aukins vöruútflutnings.
Íslenskur útflutningur hvílir nú á fleiri stoðum en áður. Auk sjávarútvegs og stóriðju hafa ferðaþjónusta og hugverkaiðnaður skapað gjaldeyristekjur sem stuðla að sjálfbærum viðskiptajöfnuði. Það er staða sem allar þjóðir sækjast eftir.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Þing í þágu kvenna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Drengir á jaðrinum
Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar

Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta?
Þráinn Farestveit skrifar

Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað?
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina
Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar

Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir
Jón Pétur Zimsen skrifar

Að vera manneskja
Svava Arnardóttir skrifar

Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar

Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans
Viðar Halldórsson skrifar

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða
Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfbærni í stað sóunar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum
Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar

Við erum ennþá minni fiskur nú!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Heimur skorts eða gnægða?
Þorvaldur Víðisson skrifar