Vegið að jafnrétti til náms Svandís Svavarsdóttir alþingismaður skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar