Kennum kynjafræði! Hann Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Sagan er svo glimrandi góð leið til að útskýra núið. Með henni getum við skoðað fyrirbæri í sögulegu samhengi, tengt við nútímann og varpað þannig skýrara ljósi á veruleikann. Konur hafa þurft að gjalda fyrir kynferði sitt frá upphafi siðmenningar, frá drekkingum til drusluskömmunar. Kerfisbundin kúgun hefur verið hluti af daglegu lífi kvenna um allan heim frá örófi alda. Aukin virðing gagnvart konum og þeim hlutverkum sem ætluð hafa verið konum í gegnum söguna skiptir sköpum í jafnréttisbaráttunni. Þeir sem hafa notið forréttinda taka ekki eftir misrétti og verða blindir á yfirburðastöðu sína. Fræðsla getur orðið til þess að fólk skilur mikilvægi þess að setja sig í spor annarra. Tengsl launamisréttis og kláms eru kannski ekki augljós við fyrstu sýn, en ef normalíseruð kvenfyrirlitning er sett inn í jöfnuna skerpist skilningurinn og samfléttað misrétti á öllum sviðum samfélagsins afhjúpast. Þjálfun í notkun á kynjagleraugum í öruggu rými kennslustofunnar opnar möguleika nemenda, ekki bara á samfélagslegum skilningi og gagnrýnni hugsun, heldur líka til farsældar og hamingju. Nemendur sjá að reglusafnið í kynjakerfinu, sem takmarkar okkur öll og skaðar, snýst ekki um okkur heldur um fjandsamlega menningu sem við öll erum ofurseld. Skilningurinn er valdeflandi og gefur nemandanum forsendur til að verja sig fyrir skaðlegum áhrifum samfélagskrafna. Knýjandi þörfin á að gefa stúlkum varnir gegn síöskrandi útlitskröfum er slík að það er nánast siðleysi að hunsa. Það er margt fallegt, jákvætt og gott í karlmennskunni – en þar er líka að finna heftandi þætti og hörku sem skaðar bæði karla sjálfa og aðra í kringum þá. Það þarf að endurskilgreina karlmennsku og frelsa karla undan oki úreltra hugmynda um hlutverk þeirra og hegðun. Sagan sýnir okkur að þrátt fyrir mikla baráttu hefur ekki tekist að ná jafnrétti. Menntakerfið er hluti af vandanum – nú þarf það að verða hluti af lausninni með markvissri kynja- og jafnréttisfræðslu, þar sem hinsegin fræðsla er sjálfsagður hluti af námsefninu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sagan er svo glimrandi góð leið til að útskýra núið. Með henni getum við skoðað fyrirbæri í sögulegu samhengi, tengt við nútímann og varpað þannig skýrara ljósi á veruleikann. Konur hafa þurft að gjalda fyrir kynferði sitt frá upphafi siðmenningar, frá drekkingum til drusluskömmunar. Kerfisbundin kúgun hefur verið hluti af daglegu lífi kvenna um allan heim frá örófi alda. Aukin virðing gagnvart konum og þeim hlutverkum sem ætluð hafa verið konum í gegnum söguna skiptir sköpum í jafnréttisbaráttunni. Þeir sem hafa notið forréttinda taka ekki eftir misrétti og verða blindir á yfirburðastöðu sína. Fræðsla getur orðið til þess að fólk skilur mikilvægi þess að setja sig í spor annarra. Tengsl launamisréttis og kláms eru kannski ekki augljós við fyrstu sýn, en ef normalíseruð kvenfyrirlitning er sett inn í jöfnuna skerpist skilningurinn og samfléttað misrétti á öllum sviðum samfélagsins afhjúpast. Þjálfun í notkun á kynjagleraugum í öruggu rými kennslustofunnar opnar möguleika nemenda, ekki bara á samfélagslegum skilningi og gagnrýnni hugsun, heldur líka til farsældar og hamingju. Nemendur sjá að reglusafnið í kynjakerfinu, sem takmarkar okkur öll og skaðar, snýst ekki um okkur heldur um fjandsamlega menningu sem við öll erum ofurseld. Skilningurinn er valdeflandi og gefur nemandanum forsendur til að verja sig fyrir skaðlegum áhrifum samfélagskrafna. Knýjandi þörfin á að gefa stúlkum varnir gegn síöskrandi útlitskröfum er slík að það er nánast siðleysi að hunsa. Það er margt fallegt, jákvætt og gott í karlmennskunni – en þar er líka að finna heftandi þætti og hörku sem skaðar bæði karla sjálfa og aðra í kringum þá. Það þarf að endurskilgreina karlmennsku og frelsa karla undan oki úreltra hugmynda um hlutverk þeirra og hegðun. Sagan sýnir okkur að þrátt fyrir mikla baráttu hefur ekki tekist að ná jafnrétti. Menntakerfið er hluti af vandanum – nú þarf það að verða hluti af lausninni með markvissri kynja- og jafnréttisfræðslu, þar sem hinsegin fræðsla er sjálfsagður hluti af námsefninu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar