Enn um blekkingar gagnvart neytendum Ingólfur Bruun skrifar 1. desember 2016 07:00 Sæmundur E. Þorsteinsson ritar þann 29. nóvember svar við grein undirritaðs í Fréttablaðinu frá 25. nóvember sl. þar sem leitast var við að leiðrétta rangfærslur forstjóra Símans. Sæmundur játar í upphafi greinar sinnar með nokkru stolti að hafa vísvitandi blekkt notendur fjarskiptatenginga með því að búa til orðið „Ljósnet“ til nota fyrir kopartæknina VDSL. Rétt er að halda því til haga að „Ljósnet“ er hugtak sem búið var til, til þess að blekkja fólk sem margt hélt raunverulega að það væri komið með ljósleiðara alla leið inn í hús til sín. Lesendum og Sæmundi til fróðleiks er hér á ensku skilgreining á VDSL-tækninni sem hann kaus að nefna „Ljósnet“:„VDSL offers speeds of up to 52 Mbit/s downstream and 16 Mbit/s upstream,[3] over a single flat untwisted or twisted pair of copper wires (breiðletrunin er mín) using the frequency band from 25 kHz to 12 MHz“. VDSL-tæknin er nefnilega gagnaflutningstækni sem nýtir koparlínur en ekki ljósleiðara eins og fram kemur í skilgreiningunni. Það er aumt ef leikmaður eins og sá er hér skrifar þarf að leiðrétta fjarskiptaverkfræðinginn og sérfræðinginn Sæmund þegar kemur að því að útskýra fyrir almenningi hvað orðið „Ljósnet“ stendur fyrir í notkun Sæmundar, Símans og Mílu. Öllu alvarlegra er að Sæmundur fékk staðfestingu Neytendastofu á því að hann, fyrir hönd Símans, mætti komast upp með að blekkja neytendur því Neytendastofa gerði á sínum tíma ekki athugasemdir við blekkingarleik Sæmundar og félaga hjá Símanum. Hann má vissulega vera stoltur yfir því að hafa fengið staðfestingu Neytendastofu á því að komast upp með það athugasemdalaust að blekkja neytendur.Því meiri hraði, þeim mun styttri vegalengd Sæmundur fer í svargrein sinni yfir fjarskiptasöguna á höfuðborgarsvæðinu. Nefnir þar til Breiðbandið og ADSL-tæknina (sem skv. skilgreiningu Sæmundar ætti að flokkast sem „Ljósnet“ með sömu rökum og hann beitir til að heimfæra VDSL-tæknina undir ljós-eitthvað) en skautar fram hjá því að meðan Gagnaveita Reykjavíkur hugsaði til framtíðar þá hugsaði Síminn til nútíðar en vanrækti framtíðina. Hér skal því haldið til haga að Breiðband Símans og ADSL-væðingin voru miklar framfarir í fjarskiptum á sínum tíma. En enginn lifir á fornri frægð. Sæmundur fræðir lesendur um stöðuga framþróun í gagnaflutningum um koparlínur og nefnir í því sambandi G.fast-tæknina. Hann nefnir hins vegar ekki að þær framfarir sem verða í gagnaflutningum um koparlínur eru þess eðlis að vissulega eykst hraðinn en á kostnað fjarlægðar frá notanda að tengipunkti þar sem ljósleiðari endar. Því meiri hraði, þeim mun styttri vegalengd. Sæmundur nefnir allt að 1 Gb/s nethraða yfir kopar en gleymir að nefna fjarlægðartölur í því sambandi. Honum og lesendum til fróðleiks þá næst 500-1000 Mbits nethraði í gegnum koparlínur á innan við 100 metra langri koparheimtaug. Hraðinn er síðan dottinn niður í um 150 Mbits á 250 metrum. Til fróðleiks er með ódýrum búnaði hægt að senda 1 Gb/s fjarskiptamerki allt að 80 km í gegnum einn ljósleiðaraþráð og raunar miklu lengra ef svo ber undir. Sæmundur gerir að umtalsefni í grein sinni þekkingarleit starfsmanna Símans. Í öllum rekstri er þekkingarleit og þróun mikilvæg og eru fjarskipti þar engin undantekning. Þrátt fyrir þessa þekkingarleit starfsmanna Símans sofnaði fyrirtækið þegar kom að því að horfa til framtíðar og hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga. Vanræksla Símans/Mílu við uppbyggingu á ljósleiðaraheimtaugum í dreifbýli er síðan efni í sérstaka grein. Hér skal fullyrt að framtíð fjarskipta felist í lagningu og notkun ljósleiðara, ekki koparlagna. Ef G.fast-tæknin er heillandi má spyrja sig hvaða tilgangi það þjónar hjá Símanum að leggja ljósleiðaraheimtaugar á höfuðborgarsvæðinu. Almenningur á betra skilið en að sérfræðingar beiti hann blekkingum. Fróðlegt væri að vita hvort Sæmundur hafi verið einn af „sérfræðingunum“ sem á sínum tíma áttu þátt í að fullyrða að ekki væri hægt að skipta Landsímanum upp í dreifikerfið sér og virðisaukandi þjónustur sér. Það tók ekki nema tvö ár eftir að Síminn var seldur að fyrirtækinu var skipt upp í Símann og Mílu. Svo góð voru ráð „sérfræðinganna“, hverjir sem þeir nú annars voru. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sæmundur E. Þorsteinsson ritar þann 29. nóvember svar við grein undirritaðs í Fréttablaðinu frá 25. nóvember sl. þar sem leitast var við að leiðrétta rangfærslur forstjóra Símans. Sæmundur játar í upphafi greinar sinnar með nokkru stolti að hafa vísvitandi blekkt notendur fjarskiptatenginga með því að búa til orðið „Ljósnet“ til nota fyrir kopartæknina VDSL. Rétt er að halda því til haga að „Ljósnet“ er hugtak sem búið var til, til þess að blekkja fólk sem margt hélt raunverulega að það væri komið með ljósleiðara alla leið inn í hús til sín. Lesendum og Sæmundi til fróðleiks er hér á ensku skilgreining á VDSL-tækninni sem hann kaus að nefna „Ljósnet“:„VDSL offers speeds of up to 52 Mbit/s downstream and 16 Mbit/s upstream,[3] over a single flat untwisted or twisted pair of copper wires (breiðletrunin er mín) using the frequency band from 25 kHz to 12 MHz“. VDSL-tæknin er nefnilega gagnaflutningstækni sem nýtir koparlínur en ekki ljósleiðara eins og fram kemur í skilgreiningunni. Það er aumt ef leikmaður eins og sá er hér skrifar þarf að leiðrétta fjarskiptaverkfræðinginn og sérfræðinginn Sæmund þegar kemur að því að útskýra fyrir almenningi hvað orðið „Ljósnet“ stendur fyrir í notkun Sæmundar, Símans og Mílu. Öllu alvarlegra er að Sæmundur fékk staðfestingu Neytendastofu á því að hann, fyrir hönd Símans, mætti komast upp með að blekkja neytendur því Neytendastofa gerði á sínum tíma ekki athugasemdir við blekkingarleik Sæmundar og félaga hjá Símanum. Hann má vissulega vera stoltur yfir því að hafa fengið staðfestingu Neytendastofu á því að komast upp með það athugasemdalaust að blekkja neytendur.Því meiri hraði, þeim mun styttri vegalengd Sæmundur fer í svargrein sinni yfir fjarskiptasöguna á höfuðborgarsvæðinu. Nefnir þar til Breiðbandið og ADSL-tæknina (sem skv. skilgreiningu Sæmundar ætti að flokkast sem „Ljósnet“ með sömu rökum og hann beitir til að heimfæra VDSL-tæknina undir ljós-eitthvað) en skautar fram hjá því að meðan Gagnaveita Reykjavíkur hugsaði til framtíðar þá hugsaði Síminn til nútíðar en vanrækti framtíðina. Hér skal því haldið til haga að Breiðband Símans og ADSL-væðingin voru miklar framfarir í fjarskiptum á sínum tíma. En enginn lifir á fornri frægð. Sæmundur fræðir lesendur um stöðuga framþróun í gagnaflutningum um koparlínur og nefnir í því sambandi G.fast-tæknina. Hann nefnir hins vegar ekki að þær framfarir sem verða í gagnaflutningum um koparlínur eru þess eðlis að vissulega eykst hraðinn en á kostnað fjarlægðar frá notanda að tengipunkti þar sem ljósleiðari endar. Því meiri hraði, þeim mun styttri vegalengd. Sæmundur nefnir allt að 1 Gb/s nethraða yfir kopar en gleymir að nefna fjarlægðartölur í því sambandi. Honum og lesendum til fróðleiks þá næst 500-1000 Mbits nethraði í gegnum koparlínur á innan við 100 metra langri koparheimtaug. Hraðinn er síðan dottinn niður í um 150 Mbits á 250 metrum. Til fróðleiks er með ódýrum búnaði hægt að senda 1 Gb/s fjarskiptamerki allt að 80 km í gegnum einn ljósleiðaraþráð og raunar miklu lengra ef svo ber undir. Sæmundur gerir að umtalsefni í grein sinni þekkingarleit starfsmanna Símans. Í öllum rekstri er þekkingarleit og þróun mikilvæg og eru fjarskipti þar engin undantekning. Þrátt fyrir þessa þekkingarleit starfsmanna Símans sofnaði fyrirtækið þegar kom að því að horfa til framtíðar og hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga. Vanræksla Símans/Mílu við uppbyggingu á ljósleiðaraheimtaugum í dreifbýli er síðan efni í sérstaka grein. Hér skal fullyrt að framtíð fjarskipta felist í lagningu og notkun ljósleiðara, ekki koparlagna. Ef G.fast-tæknin er heillandi má spyrja sig hvaða tilgangi það þjónar hjá Símanum að leggja ljósleiðaraheimtaugar á höfuðborgarsvæðinu. Almenningur á betra skilið en að sérfræðingar beiti hann blekkingum. Fróðlegt væri að vita hvort Sæmundur hafi verið einn af „sérfræðingunum“ sem á sínum tíma áttu þátt í að fullyrða að ekki væri hægt að skipta Landsímanum upp í dreifikerfið sér og virðisaukandi þjónustur sér. Það tók ekki nema tvö ár eftir að Síminn var seldur að fyrirtækinu var skipt upp í Símann og Mílu. Svo góð voru ráð „sérfræðinganna“, hverjir sem þeir nú annars voru. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar