Nokkur orð um regluverk TR Helgi Arnlaugsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Mér skilst að einhver nefnd sé að endurskoða regluverk TR og þess vegna langar mig að leggja orð í belg um málið. Ég vann lengi á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum minnkaði heyrnin smám saman sem endaði með því að ég varð að fá mér heyrnartæki. Slík tæki kostuðu um kr. 400.000. Nú er það svo að stéttarfélagið sem ég er í hefur öflugan sjúkrasjóð og félagið veitti mér styrk vegna heyrnartækjakaupanna upp á kr. 100.000 svo minn hlutur minnkaði í kr. 300.000. Nú kemur það fram við árlega skoðun TR á því hvort eftirlaun frá TR hafi verið rétt reiknuð til hvers og eins, að þar sem ég hafði fengið þennan styrk frá mínu stéttarfélagi hefði ég fengið of há eftirlaun frá TR og mér gert að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Ég ræddi þetta við fulltrúa TR hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, spurði hvort ekki væri leyfilegt að hafa tekjur allt að kr. 100.000 á mánuði án þess að laun frá TR skertust. Það gildir aðeins um vinnulaun, sagði fulltrúinn en taldi að skerðingin væri ekki alveg króna á móti krónu.Dæmisaga um tvo menn Nú langar mig að setja fram litla dæmisögu um tvo menn sem eru komnir með eftirlaun frá TR og hafa báðir áunnið sér sama rétt til eftirlauna frá lífeyrissjóðum, hafa svipaðar heimilisaðstæður og fá því sömu greiðslu frá TR. Við getum kallað þá Jón og Pétur. Jón hefur unnið á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum tapað heyrn smám saman sem endar með því að hann verður að fá sér heyrnartæki, en Pétur hefur sloppið við þetta sem betur fer og heldur sinni heyrn nokkuð vel. Heyrnartæki Jóns kosta kr. 400.000 en hann fær styrk frá sínu stéttarfélagi upp á kr. 100.000 sem leiðir til þess að TR telur að af þeim sökum hafi hann fengið of há eftirlaun og hann verður að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Niðurstaðan er því sú að Pétur, sem ekki varð fyrir neinu heilsutjóni og þurfti þess vegna ekki að leggja út í neinn kostnað, hann heldur sínum eftirlaunum óskertum. Jón sem varð fyrir heilsutjóni og varð að leggja út kr. 300.000 af þeim sökum, honum var refsað með því að lækka eftirlaunin, vegna þess eins að stéttarfélagið vildi létta honum fjárútgjöldin. Mér hefur alltaf skilist að hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins sé m.a. að létta undir og hjálpa því fólki sem verður fyrir heilsutjóni og fjárútlátum af þeim sökum, því lítur svona dæmi sérkennilega út. Er ekki ástæða fyrir endurskoðunarnefndina að velta fyrir sér svona dæmum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mér skilst að einhver nefnd sé að endurskoða regluverk TR og þess vegna langar mig að leggja orð í belg um málið. Ég vann lengi á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum minnkaði heyrnin smám saman sem endaði með því að ég varð að fá mér heyrnartæki. Slík tæki kostuðu um kr. 400.000. Nú er það svo að stéttarfélagið sem ég er í hefur öflugan sjúkrasjóð og félagið veitti mér styrk vegna heyrnartækjakaupanna upp á kr. 100.000 svo minn hlutur minnkaði í kr. 300.000. Nú kemur það fram við árlega skoðun TR á því hvort eftirlaun frá TR hafi verið rétt reiknuð til hvers og eins, að þar sem ég hafði fengið þennan styrk frá mínu stéttarfélagi hefði ég fengið of há eftirlaun frá TR og mér gert að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Ég ræddi þetta við fulltrúa TR hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, spurði hvort ekki væri leyfilegt að hafa tekjur allt að kr. 100.000 á mánuði án þess að laun frá TR skertust. Það gildir aðeins um vinnulaun, sagði fulltrúinn en taldi að skerðingin væri ekki alveg króna á móti krónu.Dæmisaga um tvo menn Nú langar mig að setja fram litla dæmisögu um tvo menn sem eru komnir með eftirlaun frá TR og hafa báðir áunnið sér sama rétt til eftirlauna frá lífeyrissjóðum, hafa svipaðar heimilisaðstæður og fá því sömu greiðslu frá TR. Við getum kallað þá Jón og Pétur. Jón hefur unnið á hávaðasömum vinnustað og af þeim sökum tapað heyrn smám saman sem endar með því að hann verður að fá sér heyrnartæki, en Pétur hefur sloppið við þetta sem betur fer og heldur sinni heyrn nokkuð vel. Heyrnartæki Jóns kosta kr. 400.000 en hann fær styrk frá sínu stéttarfélagi upp á kr. 100.000 sem leiðir til þess að TR telur að af þeim sökum hafi hann fengið of há eftirlaun og hann verður að endurgreiða það sem ofgreitt hafði verið. Niðurstaðan er því sú að Pétur, sem ekki varð fyrir neinu heilsutjóni og þurfti þess vegna ekki að leggja út í neinn kostnað, hann heldur sínum eftirlaunum óskertum. Jón sem varð fyrir heilsutjóni og varð að leggja út kr. 300.000 af þeim sökum, honum var refsað með því að lækka eftirlaunin, vegna þess eins að stéttarfélagið vildi létta honum fjárútgjöldin. Mér hefur alltaf skilist að hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins sé m.a. að létta undir og hjálpa því fólki sem verður fyrir heilsutjóni og fjárútlátum af þeim sökum, því lítur svona dæmi sérkennilega út. Er ekki ástæða fyrir endurskoðunarnefndina að velta fyrir sér svona dæmum?
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun