Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2016 16:11 Ragnheiður gerði Aserta-málið umdeilda að umtalsefni sínu á þingi í dag. Vísir/GVA „Hver ætlar að axla ábyrgð á málatilbúnaði af þessu tagi? Er það Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og ríkissaksóknari? Eða hver ætlar að axla ábyrgð og sýna borgurum í landinu að svona er ekki farið með fólk?“ Svo spurði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og barði í borðið undir lok umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Ragnheiður vísaði þar til Aserta-málsins svokallaða, en á mánudag var greint frá þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að falla frá áfrýjun þess umdeilda máls. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Einn verjandi í málinu sagði í gær að augljóst væri að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Ragnheiður sagði málareksturinn hafa kostað mennina bæði mannorðið og fjármuni þann tíma sem það var rekið. „Virðulegur forseti, nú hafa fjórir ungir menn setið undir því í sex ár að ákveðið var að höfða mál á hendur þeim á grundvelli reglna um gjaldeyrismál sem höfðu ekki lögsamþykki ráðherra,“ sagði Ragnheiður meðal annars í ræðu sinni. „Þeir eru nafngreindir fyrir sex árum og nú er málinu vísað frá eftir að þeir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað og réttur brotinn á einstaklingum.“ Tengdar fréttir Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
„Hver ætlar að axla ábyrgð á málatilbúnaði af þessu tagi? Er það Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og ríkissaksóknari? Eða hver ætlar að axla ábyrgð og sýna borgurum í landinu að svona er ekki farið með fólk?“ Svo spurði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og barði í borðið undir lok umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Ragnheiður vísaði þar til Aserta-málsins svokallaða, en á mánudag var greint frá þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að falla frá áfrýjun þess umdeilda máls. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Einn verjandi í málinu sagði í gær að augljóst væri að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Ragnheiður sagði málareksturinn hafa kostað mennina bæði mannorðið og fjármuni þann tíma sem það var rekið. „Virðulegur forseti, nú hafa fjórir ungir menn setið undir því í sex ár að ákveðið var að höfða mál á hendur þeim á grundvelli reglna um gjaldeyrismál sem höfðu ekki lögsamþykki ráðherra,“ sagði Ragnheiður meðal annars í ræðu sinni. „Þeir eru nafngreindir fyrir sex árum og nú er málinu vísað frá eftir að þeir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað og réttur brotinn á einstaklingum.“
Tengdar fréttir Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30
Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30