Tvær þjóðir í einu landi Árni Páll Árnason skrifar 15. janúar 2016 07:00 Ríkisstjórn ríka fólksins gerir það ekki endasleppt. Nýjasta framlag hennar er frumvarp sem gerir ráð fyrir að efnuðustu einstaklingarnir fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það að lögum mun þjóðin öll bera kerfisáhættuna af slíkum lánveitingum, en lántakendurnir einir njóta ávinningsins. Þau borgaralegu réttindi að fá að taka lán í þeim gjaldmiðli sem bestu kjörin veitir verða þannig bundin við ríkasta fólkið. Það er kaldhæðnislegt að þessi nýja flokkun réttinda eftir efnastöðu fólks skuli lögleidd réttum hundrað árum eftir að numið var úr lögum að einungis efnuðustu borgarar landsins mættu kjósa. Það er áhyggjuefni að gjaldmiðill landsins sé svo veikburða að hann þoli ekki að fólk velji sér lánaform og eigi frjáls viðskipti með gjaldmiðla. En það er engu að síður staðreyndin. Lánveitingar í erlendum gjaldmiðli til aðila sem ekki hafa tekjur í sama gjaldmiðli valda kerfisáhættu og sú áhætta getur, eins og dæmin sanna, rústað gjaldeyrismarkaðnum og keyrt upp verðbólgu og þar með öll verðtryggð og óverðtryggð lán heimilanna. Þessa áhættu munum við öll bera, verði frumvarpið að lögum en hin auðuga forréttindastétt mun ein njóta hagræðis af lágum erlendum vöxtum. Leiðin úr höftum og háum vöxtum er nýr gjaldmiðill en ekki aukin réttindi ríkra umfram aðra.Hverjum er þjónað? Nú þegar njóta stærstu fyrirtækin þess að geta fengið lán á alþjóðlegum kjörum en minni fyrirtæki eru bundin við krónuna og ofurvexti hennar. Venjuleg smáfyrirtæki greiða nú vexti sem einungis skipulögð glæpastarfsemi þarf að greiða í nálægum löndum. Nú vill ríkisstjórnin festa þessa skiptingu enn frekar í sessi. Í Sovétríkjunum var líka til forréttindastétt sem fékk að versla í dollarabúðum og almenningur sem var bundinn við rúblu sem hvergi var hægt að eiga viðskipti með utan landsteinanna. Hliðstæðan við krónuhagkerfið er orðið sláandi. Krónan býr því óhjákvæmilega til tvær þjóðir í landinu: Forréttindahóp sem er laus við neikvæðar afleiðingar hennar og býr áhyggjulaus við alþjóðleg viðskiptakjör og venjulegt fólk sem ber verðtrygginguna, ofurvextina – sem sagt allan kostnaðinn og áhættuna. Við sjáum nú hvorri þjóðinni ríkisstjórnin þjónar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn ríka fólksins gerir það ekki endasleppt. Nýjasta framlag hennar er frumvarp sem gerir ráð fyrir að efnuðustu einstaklingarnir fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það að lögum mun þjóðin öll bera kerfisáhættuna af slíkum lánveitingum, en lántakendurnir einir njóta ávinningsins. Þau borgaralegu réttindi að fá að taka lán í þeim gjaldmiðli sem bestu kjörin veitir verða þannig bundin við ríkasta fólkið. Það er kaldhæðnislegt að þessi nýja flokkun réttinda eftir efnastöðu fólks skuli lögleidd réttum hundrað árum eftir að numið var úr lögum að einungis efnuðustu borgarar landsins mættu kjósa. Það er áhyggjuefni að gjaldmiðill landsins sé svo veikburða að hann þoli ekki að fólk velji sér lánaform og eigi frjáls viðskipti með gjaldmiðla. En það er engu að síður staðreyndin. Lánveitingar í erlendum gjaldmiðli til aðila sem ekki hafa tekjur í sama gjaldmiðli valda kerfisáhættu og sú áhætta getur, eins og dæmin sanna, rústað gjaldeyrismarkaðnum og keyrt upp verðbólgu og þar með öll verðtryggð og óverðtryggð lán heimilanna. Þessa áhættu munum við öll bera, verði frumvarpið að lögum en hin auðuga forréttindastétt mun ein njóta hagræðis af lágum erlendum vöxtum. Leiðin úr höftum og háum vöxtum er nýr gjaldmiðill en ekki aukin réttindi ríkra umfram aðra.Hverjum er þjónað? Nú þegar njóta stærstu fyrirtækin þess að geta fengið lán á alþjóðlegum kjörum en minni fyrirtæki eru bundin við krónuna og ofurvexti hennar. Venjuleg smáfyrirtæki greiða nú vexti sem einungis skipulögð glæpastarfsemi þarf að greiða í nálægum löndum. Nú vill ríkisstjórnin festa þessa skiptingu enn frekar í sessi. Í Sovétríkjunum var líka til forréttindastétt sem fékk að versla í dollarabúðum og almenningur sem var bundinn við rúblu sem hvergi var hægt að eiga viðskipti með utan landsteinanna. Hliðstæðan við krónuhagkerfið er orðið sláandi. Krónan býr því óhjákvæmilega til tvær þjóðir í landinu: Forréttindahóp sem er laus við neikvæðar afleiðingar hennar og býr áhyggjulaus við alþjóðleg viðskiptakjör og venjulegt fólk sem ber verðtrygginguna, ofurvextina – sem sagt allan kostnaðinn og áhættuna. Við sjáum nú hvorri þjóðinni ríkisstjórnin þjónar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar