Augljóslega ólíkar týpur á yfirborðinu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 22. janúar 2016 09:00 Arnar Freyr og Andri Snær eru hrifnir af verkum hvors annars. Vísir/Ernir Ég hef enga reynslu af svona viðburðum en var til í tuskið samstundis og mér bauðst að vera með. Textaskrif eru snilld og hafa haldið mér uppteknum síðastliðinn áratug en upp á síðkastið hefur mig langað til að gera meira. Rappið er rosalega opið form en á sama tíma svo heftandi, ljóð og sögur opna glænýjar víddir sem ég er til í að skoða. Að mínu mati er Andri ein sterkasta rödd okkar tíma og ég veit að margir eru sammála mér um það, og að mitt fyrsta skref í þessum geira sé að gaula við hlið hans er blessun en líka drullufokking absúrd,“ segir Arnar Freyr Frostason sem flestir kannast við úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Arnar Freyr rær á ný mið í kvöld en hann hefur undanfarið unnið að ljóðverki ásamt rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni sem frumflutt verður á ljóðahátíðinni Óvinir í kvöld. Flestum mun líklega finnast Andri Snær og Arnar Freyr vera ólíklegt teymi en þeir eiga kannski meira sameiginlegt en margan grunar. „Ég veit ekki hvort nöfnin voru dregin upp úr hatti eða það hafi verið einhver strategía á bak við valið, allavega vorum við Andri paraðir saman og ég er í skýjunum með það, því ég hef lengi litið upp til hans. Við erum augljóslega ólíkar týpur á yfirborðinu en ég leyfi mér að trúa að við séum fremur líkir náungar með ólíkan bakgrunn. Við vinnum báðir með orð en við fáumst einnig við sambærileg efni, sér í lagi samtímann, kosti hans og galla. Munurinn er fyrst og fremst formið og orðavalið. Hann er töluvert fágaðri en ég,“ segir Arnar Freyr. Andri Snær Magnason hefur fengist við skáldsagnaskrif, leikritagerð, ljóðlist, kvikmyndagerð og aðra hugmyndavinnu undanfarin ár og hafa verk hans hlotið bæði innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar. En hvernig líst Andra á samstarfið? „Samstarfið hefur gengið ótrúlega vel. Ég er mjög hrifinn af því sem Úlfur Úlfur hefur verið að gera og þeir eru fantafínir textasmiðir. Það er alltaf ákveðin kúnst að slípa saman verk þegar menn þekkjast lítið. Þegar leið á samstarf okkar duttum við niður á góða hugmynd, þannig fundum við farveg svo verkið fór að flæða,“ segir Andri Snær Magnason, og bætir við að samstarfsverk þeirra hafi hlotið nafnið Ég er barn, á öxlum barns í síðum frakka.Valgerður Þóroddsdóttir er annar skipuleggjandi hátíðarinnar.Vísir/VilhelmFramsækið samstarfsverkefni „Óvinir er samstarfsverkefni ljóðskálda frá Íslandi og Bretlandi, þar sem ljóðskáldin vinna saman í pörum við gerð nýrra verka til upplestrar í London og Reykjavík. Fyrsti viðburður hátíðarinnar fer fram í Iðnó í kvöld. Hátíðin er skipulögð af mér og breska skáldinu Steven J. Fowler. Hann hefur skapað sér sess undanfarin ár sem ákveðinn miðpunktur í avant-garde ljóðasenunni í London og stendur fyrir framsækna verkefninu The Enemies Project. Verkefnið leggur áherslu á getu samstarfs til að draga saman skáldasamfélög og skapa ný og lifandi skáldverk,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar.Skáldapörin: Ásta Fanney Sigurðardóttir & Eiríkur Örn Norðdahl Valgerður Þóroddsdóttir & SJ Fowler Angela Rawlings & Arngunnur Árnadóttir Andri Snær Magnason & Arnar Freyr Frostason Dagur Hjartarson & Soffía Bjarnadóttir Elías Knörr & Bergþóra Einarsdóttir Kristín Svava Tómasdóttir & Ragnar Helgi Ólafsson Sigurbjörg Þrastardóttir & Bergþóra Snæbjörnsdóttir Anton Helgi Jónsson & Juan Camilo Román Estrada Kári Tulinius & Halldóra K. Thoroddsen Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Ég hef enga reynslu af svona viðburðum en var til í tuskið samstundis og mér bauðst að vera með. Textaskrif eru snilld og hafa haldið mér uppteknum síðastliðinn áratug en upp á síðkastið hefur mig langað til að gera meira. Rappið er rosalega opið form en á sama tíma svo heftandi, ljóð og sögur opna glænýjar víddir sem ég er til í að skoða. Að mínu mati er Andri ein sterkasta rödd okkar tíma og ég veit að margir eru sammála mér um það, og að mitt fyrsta skref í þessum geira sé að gaula við hlið hans er blessun en líka drullufokking absúrd,“ segir Arnar Freyr Frostason sem flestir kannast við úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Arnar Freyr rær á ný mið í kvöld en hann hefur undanfarið unnið að ljóðverki ásamt rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni sem frumflutt verður á ljóðahátíðinni Óvinir í kvöld. Flestum mun líklega finnast Andri Snær og Arnar Freyr vera ólíklegt teymi en þeir eiga kannski meira sameiginlegt en margan grunar. „Ég veit ekki hvort nöfnin voru dregin upp úr hatti eða það hafi verið einhver strategía á bak við valið, allavega vorum við Andri paraðir saman og ég er í skýjunum með það, því ég hef lengi litið upp til hans. Við erum augljóslega ólíkar týpur á yfirborðinu en ég leyfi mér að trúa að við séum fremur líkir náungar með ólíkan bakgrunn. Við vinnum báðir með orð en við fáumst einnig við sambærileg efni, sér í lagi samtímann, kosti hans og galla. Munurinn er fyrst og fremst formið og orðavalið. Hann er töluvert fágaðri en ég,“ segir Arnar Freyr. Andri Snær Magnason hefur fengist við skáldsagnaskrif, leikritagerð, ljóðlist, kvikmyndagerð og aðra hugmyndavinnu undanfarin ár og hafa verk hans hlotið bæði innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar. En hvernig líst Andra á samstarfið? „Samstarfið hefur gengið ótrúlega vel. Ég er mjög hrifinn af því sem Úlfur Úlfur hefur verið að gera og þeir eru fantafínir textasmiðir. Það er alltaf ákveðin kúnst að slípa saman verk þegar menn þekkjast lítið. Þegar leið á samstarf okkar duttum við niður á góða hugmynd, þannig fundum við farveg svo verkið fór að flæða,“ segir Andri Snær Magnason, og bætir við að samstarfsverk þeirra hafi hlotið nafnið Ég er barn, á öxlum barns í síðum frakka.Valgerður Þóroddsdóttir er annar skipuleggjandi hátíðarinnar.Vísir/VilhelmFramsækið samstarfsverkefni „Óvinir er samstarfsverkefni ljóðskálda frá Íslandi og Bretlandi, þar sem ljóðskáldin vinna saman í pörum við gerð nýrra verka til upplestrar í London og Reykjavík. Fyrsti viðburður hátíðarinnar fer fram í Iðnó í kvöld. Hátíðin er skipulögð af mér og breska skáldinu Steven J. Fowler. Hann hefur skapað sér sess undanfarin ár sem ákveðinn miðpunktur í avant-garde ljóðasenunni í London og stendur fyrir framsækna verkefninu The Enemies Project. Verkefnið leggur áherslu á getu samstarfs til að draga saman skáldasamfélög og skapa ný og lifandi skáldverk,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar.Skáldapörin: Ásta Fanney Sigurðardóttir & Eiríkur Örn Norðdahl Valgerður Þóroddsdóttir & SJ Fowler Angela Rawlings & Arngunnur Árnadóttir Andri Snær Magnason & Arnar Freyr Frostason Dagur Hjartarson & Soffía Bjarnadóttir Elías Knörr & Bergþóra Einarsdóttir Kristín Svava Tómasdóttir & Ragnar Helgi Ólafsson Sigurbjörg Þrastardóttir & Bergþóra Snæbjörnsdóttir Anton Helgi Jónsson & Juan Camilo Román Estrada Kári Tulinius & Halldóra K. Thoroddsen
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira